Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 108
FYRIRTÆKIN A NETINU
www.vista.is ★★★
Nettur og settlegur vefur hjá
verkfræðistofunni Vista, svo-
lítið kassalaga og stífur 1
formi og útliti en vel skipu-
lagður og gerir starfsemi og
þjónustu ágæt skil. Vefurinn
er verkfræðivefur frá A til Ö
og ekkert sem mýkir ímynd-
ina gagnvart öðrum, ekki
einu sinni með fréttum af
starfsmönnum eða almennum fréttum úr starfsemi fyrirtækisins.
Fyrirtækið býður upp á vefmyndavélar frá erlendum framleiðendum
og er það góð hugmynd fyrir þá sem hafa eitthvað áhugavert að sýna
á Netinu. SS
www.hhh.is ★★★
Jón Asbergsson, framkvœmdastjóri Útflutningsráðs, hefur
vistað hjá sér vefgáttina www.infohub.com sem býður upp á
meira en 11 þúsund ævintýraferðir í boði 1.300ferðaskrif
stofa. Mynd: Geir Olajsson
Jón Asbergsson, framkvæmdastjóri Utflutnings-
ráðs, hefur farið yfir listann með uppáhaldsvef-
síðum sínum og bendir hér á sex vefi sem allir
eru sérlega áhugaverðir að hans mati.
WWW.SkiSP0l1.dk Við hjónin ætlum á skiði erlendis í
vetur, en erum nýgræðingar. Þess vegna reyndist
þessi vefur sérstaklega skemmtilegur, því þar er að
finna yfirgripsmiklar upplýsingar um alla helstu skíða-
staði Evrópu, upplýsingar um snjóalög og veðurspá,
ferðaframboð frá Danmörku o.fl.
H afnarfjarðarleikhúsið
heldur úti nútímalegum og
smart vef, sem byrjar á
dramatísku stefi og „flashi“.
Um leið er boðið upp á að
stytta sér leið og smella á
„Verið velkomin" sem óneit-
anlega er plús, a.m.k. fyrir þá
sem nenna ekki að hlusta á
svona byijunarstef. Þessi vefur er í senn skemmtun og fróðleikur auk
þess sem heilmikið hefur verið lagt í hönnunina en þó virðist vefurinn
ekki hafa verið uppfærður nýlega. Upplýsingar eru vel unnar, eftir því
sem best verður séð, hvort sem þær eru um leikritið, forsprakka leik-
hússins eða aðra starfsmenn. B3
WWW.tradeforum.org Þróunar- og viðskiptastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNCTAD) og Alþjóða við-
skiptastofnunin (WTO) reka saman þennan vef, sem
ijallar einkum um málefni er lúta að auknum alþjóða-
viðskiptum.
WWW.emarketServices.COm Á þessum vef er að finna
upplýsingar um 945 rafræn markaðstorg. Vefurinn er í
eigu útflutningsráða Norðurlandanna og Ástralíu.
WWW.exportSOUrce.Ca Á þessum vef er að finna yfir-
lit yfir öll stuðningsverkefni sem kanadískum útflutn-
ingsfyrirtækjum standa til boða af hálfu opinberra
aðila þar í landi.
WWW.mayocliniC.com Ef menn eru að leita að
fræðslu um heilsufar, sjúkdóma, lækningar og lyf, þá
er þetta vefurinn.
WWW.inf0l1Ub.com Þennan geymi ég hjá mér til fram-
tíðarnota, því hér er á ferðinni vefgátt með yfir 11.000
ævintýraferðum í boði meira en 1300 ferðaskrifstofa.
Nú vantar mig ekkert nema tíma og peninga. BIl
www.perlan.is ★★★
Eitt af glæsilegri veitinga- og
kaffihúsum borgarinnar
rekur auglýsinga- og kynn-
ingarvef á www.perlan.is og
gerir það alveg prýðilega.
Vefurinn hefúr á sér glæsi-
brag og er þvl í sama stíl og
ímyndin býður. Ekki verður
annað séð en að upplýsing-
unum sé vel við haldið en þó er auðvitað ómögulegt að segja. Vefur-
inn er vel skipulagður og gott að ferðast um hann. Nokkrir flipar á for-
síðunni gefa skýrt val um það hvert skal halda og greiningin
undir flipunum er mjög þægileg. Myndir eru auglýsinga-
kenndar en fallegar og vel notaðar. BS
Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★ ★★ Góður
★ ★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@heimur.is
108