Frjáls verslun - 01.02.2003, Síða 23
VALDA-
BLOKKIR?
Hvað eru valdablokkir? Er kannski
betra að segja valdakeðjur, við-
skiptablokkir, auðhringir eða auðmanna-
hringir? Getur t.d. einn maður verið
valdablokk? Skilin eru oft á tíðum óljós
og nafnið viðskiptablokk er jafnvel oftar
notað en valdablokk.
Fyrir fjörutíu árum hefði umræðan um
valdablokkir snúist um helmingaskipta-
reglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks sem var hvað sýnilegust í sjávar-
útvegi og bankakerfinu. Takið eftir að
núna komast tvö stærstu fyrirtæki
landsins, risarnir í útflutningi á fiskaf-
urðum, SÍF og SH, ekki inn á listann
okkar sem sérstakar valdablokkir.
Fyrir aðeins tólf árum var rætt um
tvær valdablokkir hér á landi, Kol-
krabbann og Smokkfiskinn sem var leif-
arnar af gamla Sambandinu. Lengi vel
var rætt um að viðskiptalífið skiptist í
þrennt: einkageirann, Sambandið og hið
opinbera.
Við skilgreinum valdablokkir hér ein-
göngu út frá völdum og áhrifum í krafti
fjármagns - og það að vilja hafa áhrif.
Sömuleiðs að standi til að gera eitthvað
verulega öflugt átak í viðskiptalífinu komi
þær við sögu með einum eða öðrum
hætti - sem og fleiri fjárfestar þótt þeir
séu ekki endilega innstu koppar í búri. í
hugum flestra er valdablokk samspil og
samvinna nokkurra sterkra, tengdra fé-
laga þar sem peningarnir eru látnir
vinna saman til að ná fram auknu afli.
Sumir sáu raunar baráttuna um völdin í
(slandsbanka fyrir sér sem baráttu
„gamalla peninga og nýrra“ þar sem líf-
eyrissjóðirnir tilheyra þá „gömlu pening-
unurn". 35
Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Gaumi og Baugi. Hann er auðvitað best
þekktur sem Jóhannes í Bónus.
Gaumur og þeir Baugsfeðgar hafa
farið mikinn í kaupum á fyrirtækjum
undanfarin ár. Þegar Þorsteinn Vil-
Flugleiðir
Fimmtán stærstu hluthafarnir
1 Burðarás ehf. (Eimskip) ... 28,0
2 Fjárfestingaf. Gaumur ehf. 10,1
3 Flugleiðir hf................ 7,0
4 Sjóvá-Almennar .............. B,2
5 Eignarhaldsf. Fengur hf.... 5,8
6 Skeljungur hf................ 5,1
7 Ovalla Trading Ltd .......... 4,6
8 Lífeyrissj. verslunarm. ... 3,5
9 Búnaðarbanki íslands hf. 3,0
10 Sigurður Helgason......... 1,4
11 Kaupþing hf................... 1,4
12 Anna Kristjánsdóttir ........ 1,3
13 Vogun hf..................... 0,9
14 íslandsbanki hf.............. 0,7
15 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 0,7
helmsson seldi í Samheija og Kaupþing
keypti hlut hans komu þeir t.d. þar við
sögu sem kaupendur bréfanna. Þá á
Gaumur t.d. veitingastaðina Hard-Rock
og Pizza-Hut. Auk þess sem Baugur á
auðvitað ótal verslanir hér. Loks má
geta þess að þeir feðgar eru komnir
með næstum 20% hlut í Flugleiðum og
Jón Asgeir hefur verið kjörinn þar í
stjórn. Þá má ekki gleyma því að þeir
eiga ráðandi hlut í Fasteignafélaginu
Stoðum sem á fjölda þekktra stórra fast-
eigna, m.a. Kringluna. Þá á Gaumur um
18% í Smáralindinni.
Fyrir utan yfirtökutilraunirnar á
Islandsbanka í gegnum TM og Straum
hefur mest borið á Jóni Asgeiri í Bret-
landi. Baugur hagnast um 7,4 milljarða
króna eftir skatta á Arcadia-sölunni og
verður sá hagnaður notaður til frekari
framsóknar á Bretlandi. Þeir feðgar
telja að verð á ýmsum matvælafyrir-
tækjum þar sé lágt um þessar mundir
og þar séu kauptækifæri.
Baugs-feðgar leggja núna mesta
áherslu á Bretland í útrás sinni. 33
23