Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 50

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 50
Ásgeir Jónsson hagfræðingur fjallar hér um hið einstaka kver sem fyrst kom út árið 1913. Ásgeir ritar einmitt formál- ann í endurútgáfu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands á bókinni. HEILRÆÐI fyriR unoa menn 1 VERZLUN OO VIÐSKIFTUM EFTIR OEOROE H. F. SCHRADER pýtt hefur Akureyri Prenttri Bjím J6n«on 1913 Þetta litla kver er 90 ára snilld. grímur átti heldur ekki langt að sækja ritleiknina en faðir hans var Matthías Jochumsson þjóðskáld. Steingrímur gerðist vinur Schraders og umboðsmaður og þeir tveir unnu að mörgu saman sem þeim fannst horfa til framfara á Akureyri. Schrader virðist í raun og réttu hafa verið Bókin er einstök perla! Sumarið 1912 birtist skyndilega maður á Akureyri sem bar nafn- ið George H. F. Schrader. Hann var af þýskum ættum en hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár áður en hann kom hingað. Nú, 90 árum seinna, veit enginn af hverju hann kom og hvað rak hann tíl þess að fara aftur rúmlega þremur árum síðar. Vitað var að honum hafði græðst töluvert fé með viðskiptum sínum þar ytra. Haft var á orði að hann hefði orðið fyrir ein- liverju áfalli - sumir sögðu ástarsorg en aðrir nefndu ástvina- missi - sem hefði fengið hann tíl þess að bijóta blað í lífi sínu og veija auðæfum sínum til hjálpar öðrum. Hann virðist hafa eytt mestu af tíma sínum hér til þess að hjálpa Norðlendingum með ýmsa hlutí, s.s. kenna þeim nýja búskaparhættí, koma þeim í viðskiptasambönd erlendis eða styrkja fátækt fólk þar nyrðra. Schrader áttí aldrei afturkvæmt til sinna heimahaga, heldur hvarf í Atlantshafið með voveiflegum hætti 1915. Eitt af því fáa sem eftir stendur frá Schrader er litíl bók - gefin út árið 1913 - með heilræðum íyrir þá sem vilja ná árangri í verslun og við- skiptum. Þetta er merkt rit sem hefur staðist tímans tönn og á fullt erindi við ungt fólk enn þann dag í dag. Hún hefur nú verið endurútgefin með ítarlegum formála af viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands. Heilræði Schraders skírskota sérstaklega til Islendinga fyrir þá sök að þau eru á afburðagóðu íslensku máli en það má þakka þýðandanum, Steingrími Matthíassyni lækni (f. 1876). Stein- / Asgeir Jónsson hagfrœðingur segir hér frá litlu kveri, Heilrœði fyrir unga menn í verslun og viðskiptum, sem kom fyrst út árið 1913 og var endurútgefið á dögunum. Texti: Ásgeir Jónsson Mynd: Geir Ólafsson frumkvöðull í stofnun góðgerðafyrir- tækja (e. non-profit organization) sem svo algeng eru í Bandaríkjunum. Hann byggði t.d. hestahótel svo ferða- hestar eyfirskra bænda þyrftu ekki að híma úti fóðurlausir og kaldir meðan eigendur þeirra sinntu verslunarerind- um. Schrader kallaði hótelið Caroline Rest eftir móður sinni og gaf Akureyr- arbæ húsið áður en hann yfirgaf landið, ásamt digrum sjóði. Rekstrargrundvöllur staðarins brast þegar bílar urðu þörfustu þjónar landsmanna um og eftir stríð. Hótelið var lagt niður 1947 og húsið rifið árið 1979. Þýðing heilræðanna Þegar heilræðin voru gefin út var við- skiptaumhverfið á Islandi algerlega opið fyrir erlendum við- skiptum og fjárfestingum. Akureyri var þá í beinu siglingasam- bandi við útlönd og stór hluti bæjarbúa bar dönsk eða þýsk ættarnöfn og hafði komið tíl Akureyrar til þess að versla, brugga öl, baka brauð, búa til lyf eða smíða úr gulli. Og þrátt fyrir fátæktina og frumstæðar aðstæður á mörgum sviðum var íslenskt mannlif að sumu leyti alþjóðlegra en nú þekkist. Heimsstyrjöldin fyrri varð til þess að sundra þessum ftjálsa viðskiptaheimi og í kjölfarið fylgdu margir áratugir þar sem múrar skildu á milli þjóða. Haftabúskapur af ýmsu tagi varð ríkjandi í hagstjórn flestallra ríkja heimsins, þar með talið á Islandi. Það er fyrst nú á allra síðustu árum sem alþjóðavæðingin hefur aftur komist á skrið og fijáls viðskipti hafa aftur öðlast fyrri virðingu. Heilræði Schraders eru þess 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.