Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 53
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN
Spwmngin til Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumarms greiningardeildar Búnaðarbankans, er þessi:
Margir telja að hækka þurfi vexti verulega þegarfyrirhugaðar stór-
iðjuframkvœmdir verða komnar á skrið til að vinna á móti þeirri
þenslu í efnahagslífinu sem fylgir framkvæmdunum, þ.e. vegna launa-
hækkana og verðbólgu. Ertþú á öðru máli?
Uaxtahækkanir vegna stóriðju
gætu rutt í burtu fyrirtækjum
Frá því horfið var frá fastgengisstefnu
Seðlabankans í lok mars 2001 hefur
gengi krónunnar spilað stærra hlut-
verk í aðlögun efnahagslífsins en nokkurn
óraði fyrir. Gengisaðlögunin hefur að mínu
mati flýtt mjög fyrir nauðsynlegri aðlögun
að innra og ytra jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum. Eftir á að hyggja var hið svokall-
aða „yfirskot" gengisvísitölunnar á seinni
hluta ársins 2001 hinn mesti happafengur,
því að við það lokaðist viðskiptahallinn.
Mikil styrking krónunnar í kjölfarið kæfði
síðan háa verðbólgu. A þessum tíma hafa
samkeppnis- og útflutningsgreinarnar upp-
lifað langa rússíbanaferð, þar sem gengis-
sveiflur hafa kippt stoðunum undan öllum
rekstrar- og afkomuáætlunum.
Stóriðjuframkvæmdirnar nú eru þær
fyrstu sem verða í umhverfi fljótandi gengis
íslensku krónunnar. Um er að ræða fram-
kvæmdir fyrir um 300 milljarða króna (37%
af vergri landsframleiðslu), sem verða að
fullu fjármagnaðar erlendis frá. Um þriðj-
ungur upphæðarinnar mun flæða inn í
landið til kaupa á innlendum framleiðslu-
þáttum: vinnu, efni og þjónustu. Þetta vænt-
anlega innflæði hefur nú þegar styrkt gengi
krónunnar og margt bendir til að sú styrk-
ing geti haldið áfram. Þetta leiðir til versn-
andi stöðu útflutnings- og samkeppnis-
greina og framkallar ruðningsáhrif og þar
með aukið rými í hagkerfinu sem dregur úr
þensluáhrifum framkvæmdanna. Við þetta
verður hlutverk Seðlabankans annað og
minna en áður hefur verið talið. Hlutverk
opinberra ijármála verður hins vegar mun
meira.
Verðbólgumarkmið peningastefnunnar
og fljótandi gengi er fyrirkomulag sem
hefur reynst vel í mörgum löndum. I þessu
sambandi er þó mikilvægt að hafa í huga að
markmið þessara landa er verðstöðugleiki
fyrir þá atvinnustarfsemi sem náð hefur að
festa sig í sessi á hverjum tíma. Nýsköpun
og hagvöxtur byggir siðan yfirleitt á innri
vexti og framleiðniþróun en ekki byltingar-
kenndum stökkum eins og gjarnan ein-
kenna framvinduna hér á landi.
Fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir, þar
sem verið er að taka í notkun nýjar orku-
lindir, eru dæmi um ytri vöxt og má líkja við
aðstæður fyrri áratuga þegar útfærsla land-
helginnar stóð að baki miklum hagvexti.
Hagvöxtur og væntanleg spenna næstu ára
byggir á tímabundnum framkvæmdum og
það ijármagnsinnflæði sem af því leiðir
getur leitt til þess að gengi krónunnar
þróist úr takt við það sem talist getur ásætt-
anlegt fyrir aðrar atvinnugreinar í landinu.
Nauðsynlegt er að horfast í augu við þá
staðreynd að háir vextir hérlendis hvetja til
erlendrar lántöku sem aftur styrkir gengi
krónunnar. Verði gripið til vaxtahækkana í
mótvægisskyni er því ekki einungis verið
að ryðja tímabundið úr vegi ijárfestingum
sem ekki standast háa vexti, heldur einnig
fyrirtækjum sem skapa gjaldeyristekjur og
gætu verið arðbær þegar gengi krónunnar
er nær jafnvægi. Því er æskilegt að stjórn-
völd peninga- og ríkisijármála leiti í samein-
ingu leiða til að draga úr þörf á vaxtahækk-
unum Seðlabankans á framkvæmdatíma
stóriðju. Það er að mínu mati óásættanlegt
að sitja hjá aðgerðalaus. B5
Edda Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Búnaðarbankans, segir að
stóriðjuframkvæmdirnar nú
séu þær fyrstu sem verða í
umhverfi fljótandi gengis
íslensku krónunnar. Um er að
ræða framkvæmdir fyrir um
300 milljarða króna (37% af
vergri landsframleiðslu), sem
verða að fullu fjármagnaðar
erlendis frá.
Nauðsynlegt er að horfast í
augu við þá staðreynd að
háir vextir hérlendis hvetja til
erlendrar lántöku sem aftur
styrkir gengi krónunnar.
53