Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 59

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 59
KÖNNUN STJÓRNENDUR Hinn dæmigerði forstjóri er karlmaður á aldrinum 36-50 ára. Hann klæðist jakkafötum í vinnunni og eyðir undir 250 þúsundum króna í fatnað á ári. Hann er vel menntaður, með háskólapróf eða framhaldsnám úr háskóla og vinnur óhemju mikið, jathvel um og yfir 60 klukkustundir á viku og gerir ekki mikinn greinarmun á virkum dögum og helgum. Hann ekur gjarnan um á jeppa, t.d. Land Cruiser 100 eða MMC Pajero. Hann hefur helst dálæti á Davíð Oddssyni forsætisráðherra sem leiðtoga utan fyrirtækjarekstrar, jafnvel líka Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Honum þykir Össur vel rekið fyrirtæki og Þórólfur Árnason og Brynjólfur Bjarnason dæmi um hæfustu stjórnendur fyrirtækja þessa lands. Hvað eigin stjórnunarstíl varðar telur stjórnandinn sig dreita ábyrgð mjög vel og er stoltur af því að koma hlutunum til framkvæmda. Hann telur sig hafa náð langt vegna færni í starfi og reynslu sinnar og þess að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma en aðeins tíu prósent telja að það sé mikilli vinnu að þakka. Forstjóranum þykir verst hvað álag og streita er mikið í starfinu og honum sárnar sömuleiðis áhrifin á tjölskyldulífið. Hann reynir þó að sinna Jjölskyldu og vinum vel í tritíma sínum og stefnir að því að hætta að vinna rétt um og eftir sextugt. Þessa lýsingu má lesa úr könnun sem Þröstur Olaf Sigurjónsson, ritstjóri Sjónarhóls - fréttarits KPMG, gerði á viðhorfum og lífsstíl íslenskra stjórnenda. Spurningafisti var sendur til forstjóra, flármálastjóra og annarra æðstu yfirmanna hjá 300 stærstu fyrirtækjum lands- ins. í svörunum kom í ljós hve fáar konur sinna stjórnun, þær voru aðeins 12 prósent. StjÓ - Hvað kom þér mest á óvart í niðurstöðum könnunarinnar? „Það er athyglivert að sjá hversu fáir ungir stjórnendur eru í þessum hópi. Tíðrædd æskudýrkun virðist ekki hafa náð inn fyrir ráðir íslenskra stjórnenda, þar sem aðeins 13% þeirra eru yngri en 36 ára. Síðan tel ég það vera stórmerkilegt að kvenkyns stjórnendur eiga í 75% tilfella maka sem jafnframt eru stjórnendur nand Vinna um helgar Huað hefur komið þér áfram? Karlar Færnin skíptir miklu máli hvað varðar velgengni í starfi, reynslan sömuleiðis. Karlar telja þó færnina skipta minna máli en konur. Þær telja það að uera á réttum stað á réttum tíma mikiluægari en við- eigandi reynsla. eða þá menn í sjálfstæðum rekstri. Get- ur það verið tilviljun ein sem hefur ráð- ið þessu? Sækja konur, sem ætla sér áfram í viðskiptalífinu, styrk í það að ná sér í maka sem jafnframt gegnir sömu Menntun Háskólapróf 45,6% | MBA/MA/MS 29% Stúdentspróf 9,3% Ýmis námskeið 1,9% Annað 12,3% Ph.D. 1,9% Stjórnandinn er uel menntaður, með háskólapróf eða framhaldsnám úr háskóla. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.