Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 67

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 67
Sléttasta gólf í heimi „Gólfið skiptist í tvennt. Á hluta húss- ins er venjulegt gólf þar sem gerðar voru hefðbundnar kröfur um að hæðarmismunurinn sé plús/mínus sentimetri yfir ailt gólfið. Þar sem rekkarnir eru - sem eru um 9 þúsund fermetrar - er um „súperflatt" gólf að ræða. Þar má hæðarmunurinn vera einn plús/mínus millimetri á metra. Þetta eru kröfur sem þekkjast ekki á Islandi. Akveðið var að leita til hollensks fyrir- tækis, van Berlo, sem sérhæfir sig í steypu á iðnaðargólfum. Ástæðan fyrir þessari nákvæmni eru lyftararnir - rekkarnir eru 15 metra háir, lyftararnir lyfta upp í 13,5 metra hæð og þeir geta keyrt með bretti í hæstu stöðu. Lyftararnir myndu sveiflast ef gólfið væri ójafnt.“ Um 3.100 rúmmetrar af steypu frá BM Yallá fóru í gólfið. „Samvinna þessara hollensku undirverktaka og hönnuða þeirra sem komu að gólfinu, ásamt BM Vallá og okkar verk- þekkingu í undirbúningi og við verkstjórnina skilar sér í gólfi sem ég myndi telja að væri tullkomið." Vöruhótelið er tölvustýrt og á að tryggja hámarksnýtingu. Strikamerki eru á öllum rekkum. „Afgreiðslutíminn er styttur með þessu „súperflata" gólfi. Eg tel að við séum að skila mjög góðu verki á stuttum tíma sem er okkur til sóma og Eimskip væntanlega til mikillar ánægju.“S3 Gunnar Bachmann hjá Eimskip „Vöruhótelið býður öllum þeim sem þurfa að halda birgðir - hvort sem það er innflytjandi með vörur til endursölu, inn- lendur framleiðandi eða aðili með rekstrarvörulager - að haldið sé utan um lager og dreifingu viðkomandi hjá Vöru- hótelinu að hluta eða öllu leyti,“ segir Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Vöruhótelsins ehf. „Ástæða þess að við bjóðum upp á þessa þjónustu er að við sáum þörf á mark- aðnum og höfum jafnframt séð þessa þróun erlendis frá.“ ,AUflest fyrirtæki búa við síbreytilegar markaðsaðstæður. Afleiðing þess er að miklar sveiflur geta orðið í geymslu og dreifingarþörf frá einum tíma til annars. Af þeim sökum er þörf fyrir mikinn sveigjanleika til að geta brugðist nægilega fljótt við ef markaðsaðstæður breytast. Þegar fyrirtæki kaupa eða leigja húsnæði þá er verið að horfa til mjög langs tíma, allt upp í 25 ár við ijárfestingu í lagerhúsnæði. Strax við undir- skrift slíks samnings er húsnæðiskostnaðurinn orðinn að föstum kostnaði, ásamt rafmagni, hita, viðhaldi og öðrum rekstrartengdum þáttum.“ Vöruhótelið ehf. býður fyrirtækjum að greiða aðeins fyrir það geymslurými sem það hefur þörf fyrir hvetju sinni. „Þannig er mjög hratt hægt að bregðast við aukinni eða minni sölu og láta lagerkostnaðinn fylgja rekstrinum. Á sama tíma nær viðskiptavinur Vöruhótelsins fleiri jákvæðum áhrifum. Allur kostnaður við birgðahald verður sýnilegur og íjármagns- binding minnkar þar sem ekki þarf að eiga húsnæði fyrir lager, lyftara, tæki, tölvukerfi eða hillukerfi. Obein áhrif verða einnig, s.s. sett verða skýr þjónustumarkmið, engin rýrnun, og fókus stjórnenda verður skýrari. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur undirritað samn- ing við Vöruhótelið um að það taki að sér birgðahald þess næstu fjögur árin. Ölgerðin er með eigin framleiðslu á gosi, vatni, áfengi og bjór auk þess sem þeir flytja inn mikið af áfengi, bjór og öðrum vörum. Allt þetta verður nú geymt á sama stað. Þá er sama hvort varan (áfengi og bjór) sé staðsett á frísvæði eða á „tollafgreiddu svæði“. Vöruhótelið mun sjá um að lágmarka það magn sem á hverjum tíma er tollafgreitt af innfluttri vöru Ölgerðarinnar. Þannig verður hægt að lág- marka fjármagnsbindingu tollgjalda í innfluttum lager. Vöru- hótelið mun taka við pöntunum Ölgerðarinnar til viðskiptavina þeirra, taka þær til og gera þær tilbúnar til afgreiðslu til við- skiptavina Ölgerðarinnar. Ölgerðin mun sjá sjálf um dreifingu sinna vara. Á sama tíma mun Vöruhótelið fylgjast með fram- leiðsludegi og afgreiða í samræmi við síðasta söludag." Auk þess að bjóða upp á umsjón með lagerhaldi tekur Vöruhótelið að sér dreifingu, bæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Með samstarfsaðilum er það með 80 daglega viðkomustaði úti á landi. SH Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Vöruhótelsins. 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.