Frjáls verslun - 01.02.2003, Síða 82
„Leiguformið hefur notið mikiila vinsælda erlendis um
nokkurn tíma og greinilegt er að einstaklingar og fyrirtæki hér
heima hafa tekið við sér og meta kostina sem þessu formi
fylgja mikils," segir Bergþór Ólason, ráðgjafi hjá Lýsingu.
Lýsing:
Rekstrarleiga
- áhugaverður kostur
Lýsing hf. var stofnuð í septem-
ber árið 1986 af Búnaðarbanka
íslands hf., Landsbanka íslands
hf., Vátryggingafélagi íslands hf. og
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Lýsing er nú alfarið í eigu Búnaðar-
banka Islands hf. Fyrirtækið ijár-
magnar atvinnutæki iyrir fyrirtæki
og einstaklinga í atvinnurekstri og
fólksbíla iyrir einstaklinga.
Það er ekki langt síðan rekstrar-
leiga bifreiða var nær eingöngu
ætluð fýrirtækjum en upp á síðkastið
hefur færst í vöxt að einstaklingar
notfæri sér þessa leið til að vera á
góðum bíl án þess að þurfa að
standa í miklu umstangi við kaup og
sölu. Það er einnig vinsælt að vinnu-
veitandi taki bíl á leigu og starfs-
maður sé með hann sem hluta af
launum. Eftir að samningur er
kominn á, en gengið er frá öllum
pappírum í viðkomandi bílaumboði,
Einfalt form Bergþór segir leiguformið ótvíræðan kost fyrir
einstaklinga þar sem með því sé kostnaðurinn við að eiga og
reka bílinn fyrirsjáanlegur. „Því er þannig varið í dag að menn
horfa meira á kostnaðinn við að eiga bíl sem neyslu en ijárfest-
ingu og vilja hafa það á hreinu hver hann er,“ segir Bergþór.
„Það fylgja því talvert minni áhyggjur að leigja bílinn en eiga
hann, sérstaklega þegar tekið er tillit til þjónustupakkans sem
fylgir með honum. Þar má telja smur- og þjónustuskoðanir,
dekkjaskiptingar og auka dekkjagang. Einstaklingurinn er þar
að auki alltaf á nýlegum bíl og þarf ekki að hafa áhyggjur af
kostnaðarsömu viðhaldi, svo ekki sé talað um að losna við það
umstang sem fylgir því að selja bíl þegar skipt er um.
Niðurstaðan er sú að þetta er ein-
falt form sem býður upp á mikið
öryggi, þægindi og fyrirsjáanleg
útgjöld."
Algengast er að bílaumboðin geri
þriggja ára samninga við viðskiptavini
sína en þó getur lengd tímans verið
önnur. Almennt lækkar mánaðarleiga
eftir því sem samningur er lengri, þvi
hefur 36 mánaða leiga notið meiri vin-
sælda en td. 24 mánaða leigutími.
Skattarnir Sé leigutaki einstak-
lingur kallar það ekki á sérstakar til-
færslur í skattframtali. Það sem þarf
að hafa í huga er að bifreiðin er ekki
skráð skattskyld eign og samningur-
inn ekki sem skattskyld skuld. Ef ein-
staklingur fær greiddan ökutækja-
styrk vegna bifreiðar sem hann hefur
til umráða og er í rekstrarleigu, getur
hann farið fram á endurgreiðslu á
greiddri staðgreiðslu við framtals-
gerð eins og um hans eigin bifreið
væri að ræða. &9
Það fylgja því talvert minni
áhyggjur að leigja bílinn en eiga
hann, sérstaklega þegar tekið er tillit
til þjónustupakkans sem fylgir með
honum við rekstrarleigu.
Kostir við rekstrarleigu:
1 Lítil fjárbinding.
2 Engin útborgun.
3 Engin stimpilgjöld.
4 Aðeins mánaðarlegar greiðslur.
5 Kostnaður vegna bifreiðar er fyrir-
sjáanlegur.
6 Reglulegt þjónustueftirlit innifalið í
mánaðargreiðslum.
7 Ávallt ný bifreið (nýleg).
8 Einfalt að endumýja bifreið í lok
samningstíma.
er sú þjónusta sem veitt er framkvæmd í umboði bifreiðar-
innar og í lok samnings kaupir umboðið bifreiðina af Lýsingu.
„Lýsing reið á vaðið í apríl 2002 með nýja lausn sem kallast
bílasamningur plús,“ segir Bergþór Olason, ráðgjafi hjá Lýs-
ingu. „Sú lausn er nálgun á rekstrarleigu fyrir einstaklinga og
sameinar kosti bílaláns og rekstrarleigu en við erum að þróa
þetta enn frekar þessa dagana. Rekstrarleiga til einstaklinga
fer af stað núna í mars 2003 og í því rekstrarleiguformi verða
valkostir fyrir einstaklinga sem ekki er mögulegt að bjóða
fyrirtækjum upp á, valkostir sem auka sveigjanleika samn-
ingsins, en hefðbundin rekstrarleigusamningur er óuppsegj-
anlegur og bindur því leigutaka í þann tíma sem samningur er
gerður. Þetta verður mjög áhugaverð nálgun á rekstrarleigu
fyrir einstaklinga sem við hjá Lýsingu ætlum að bjóða upp á og
hvet ég fólk sem er í bílahugleiðingum að kynna sér hana enn
frekar á heimasíðu okkar eða í bílaumboðunum."
82