Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 90

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 90
„Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þessar lausnir og er Brimborg nú einn stærsti aðili á sviði rekstrarleigu hér á landi, " segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. Brimborg: Hagstæð leigugreiðsla egar ákveðið er hjá fyrirtæki að fara í rekstrarleigu bifreiða þarf að hafa nokkur atriði í huga og skipta máli við val á þjónustuaðila. í fyrsta lagi er það úrval bílanna sem í boði er en þar hefur Brimborg ein- staklega sterka stöðu þar sem fyrir- tækið býður allt frá litlum fólksbílum til glæsilegra lúxusfólksbíla og öflugra jeppa. Þar fyrir utan er atvinnutækja- lína sem innifelur allt frá vinnuvélum upp í rútur. I öðru lagi skiptir þjónustan gríðarlegu máli. Brimborg hefur gengið lengra en hefðbundin rekstrarleiga og er fyrir- tækið tilbúið til að taka algerlega að sér bílaflota stærri fyrir- tækja og er öll þjónusta innifalin skv. kröfum framleiðanda auk þess sem nákvæmlega er fylgst með ástandi bílanna á meðan á leigutima stendur. Þetta er mikilvægt til að ná niður kostnaði fyrir viðskiptavini og tryggja öruggan rekstur bílsins. I þriðja lagi skiptir hagstæð leigugreiðsla miklu máli en það byggist á nývirði bílsins, endurkaupaverði sem áætlað er 3 ár fram í tímann og svo þjónustu við bílinn ásamt dekkjum. Með mjög öflugum aðhaldsaðgerðum og traustri þjónustu hefur Brimborg náð að bjóða einstaklega hagstæða leigugreiðslu með því að lækka bílverð, tryggja góða endursölu, veita hag- kvæma en góða þjónustu og með einstaklega hagkvæmum eigin innflutningi á dekkjum frá þekktum framleiðendum." Góðir í endursölu Nýlega opnuðust möguleikar á því fyrir einstaklinga að nýta sér rekstrarleigu en fram að því höfðu einungis fyrirtæki átt þann möguleika. Að sögn Egils hafa viðtök- urnar verið framar vonum og er nú svo komið að mjög stór hluti af sölu Brimborgar er í gegnum rekstrar- leigu. „Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þessar lausnir og er Brimborg nú einn stærsti aðili á sviði rekstrarleigu hér á landi. Vegna þeirrar miklu og góðu þjónustu, sem fyrirtækið veitir bílunum sem eru í rekstrarleigu, má búast við því að þeir bílar sem koma til baka í endursölu verði einstaklega góðir og þannig verði hægt að gera góð kaup á bílum í fram- tíðinni." Egill segir langvinsælasta bílinn hjá Brimborg fyrir milli- stjórnendur vera Ford Mondeo Ghia þar sem saman fari mikil gæði, mikið rými og aukabúnaður en samt frábært verð. Það skal tekið fram að Ghia merkir lúxus hjá Ford. „Sem dæmi um verð get ég nefnt það að Ford Mondeo kostar frá kr. 33.950 í rekstrarleigu hjá okkur og þá er það nýr bíll,“ segir Egill. „Önnur heimsfræg merki okkar í bílum fyrir utan Ford eru Volvo, Citroén og Daihatsu, en okkar markmið er og hefur verið að bjóða aðeins frábæra gæða- bíla hvort heldur sem er til sölu eða leigu.“ Ej „Brimborg hefur lagt mjög mikla áherslu á rekstrarleigu bæöi til jyrirtækja og einstaklinga og hafa viðtökur verið ótrúlega góðar,“ segirEgill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.