Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 103

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 103
ÓMAR RAGNARSSON hættan „Ég féll gjörsamlega fyrir bílnum þegar ég sá hann og hringdi samstundis í Harald og bað hann að selja mér bílinnsegir Omar sposkur. „Honum þótti þetta svo merkilegt að hann seldi mér bílinn á 80 þúsund krónur en til samanburðar kostaði Volkswagen þá 120 þúsund krónur. Ég átti hann svo í þrjú ár og þau voru ævintýraleg svo ekki sé meira sagt og margar góðar sögur urðu til í kring um bílinn. Mesta ævintýrið var auðvitað að vera með flottar stelpur í bílnum, helst Jjórar í einu og láta þær skríkja þegar ég ók glannalega og tók beygjur á punkt- inum. Ég sótti stíft í að fara í kappakstur við stærri bíla en gætti þess vel að fá að velja staðinn fyrir vígvöllinn. Valdi oftast Þing- holtin þvi að ég vissi sem var að ég gat tekið krappar beygjur og náð miklum hraða á stuttum vegalengdum því bíllinn var mun liprari en þeir stærri. Mér þótti sérstaklega gaman að fara í kapp við 8 strokka Ford sem var auðvitað mjög öflugur bíll.“ Eins að aftan 09 framan Stoltir bíleigendur voru auðvitað á rúntinum eftir föngum og Omar var þar enginn eftirbátur. „Eitt sinn vorum við fimm í bílnum og vorum að aka rúntinn. Mig langaði til að sprella svolítið og fann upp á því að láta okkur öll snúa öfugt í bílnum en þessir bílar eru nánast eins að aftan og framan," segir Omar. „Það voru þrír lögreglumenn á gangi þarna og við bökkuðum fram hjá þeim en þeir tóku ekki eftir neinu. Mér fannst það ekki nógu skemmtilegt og lagði af stað annan hring. Þeir litu tortryggnislega á okkur en gerðu ekkert svo við fórum þriðja hringinn - og þá stoppuðu þeir okkur! Ég fór út úr bílnum og sagði sakleysislega: ,Já, en ég gerði ekkert af mér í þetta sinn.“ Það dugði ekki til og ég var færður á lögreglustöðina þar sem sat ábúðarmikill varð- Ómar Ragnarsson við bílinn. stjóri. Hann spurði lögreglumennina hvað ég hefði gert af mér og eitthvað vafðist þeim tunga um tönn en sögðu að lok- um að ég hefði skorið mig úr. Varðstjórinn átti greinilega erfitt með að brosa ekki og fletti doðranti miklum og ég velti því fyrir mér hvort hann væri að leita uppi refsingar við því að snúa ekki rétt. Sá fyrir mér: Skera mann, skera sig úr... En svo sagði hann: „Það er nú varla glæpur að skera sig úr á rúntinum - eða hvað?“ Lögreglumennirnir áttu svolítið erfitt og einn þeirra sagði: „Hann bakkaði..." og þá greip varðstjórinn fram í fyrir honum og sagði það varla glæp heldur. En leit svo á mig og horfði djúpt í augu mér og sagði alvarlega: „Ungi maður. Þetta skaltu aldrei gera aftur.“ Og ég lofaði því, enda er þetta bara eitthvað sem maður gerir einu sinni á ævinni.“ Fatahengi eða bílastæði? Eins og áður segir var bíllinn mjög léttur og Omar fór um allt á honum, líka á staði þar sem ekki taldist venjulegt að fara á bílum. „Ég sótti tíma í KFUM-húsið og einu sinni ákvað ég að fara á bílnum inn í húsið. Ég ók af stað inn og ætlaði að snúa við í fatageymslunni og fara út aftur. Þá vildi ekki betur til en svo að setuliðið, krakkarnir sem sátu á bekknum við fatageymsluna, skellti í lás og ég sat þarna inni- lokaður á bílnum í fatageymslunni. Ég vissi að nú væru góð ráð dýr og að ég yrði rekinn umsvifalaust ef upp um mig kæmist. Ég flautaði og flautaði og að lokum kom húsvörðurinn, kona, og ég vissi ekki hvert hún ætlaði þegar hún sá mig sitja í bílnum inni í fatageymslu undir frökkunum sem þar voru. Ég afsakaði mig í bak og fyrir og sagðist hafa selt skóhlífarnar mínar þegar ég keypti bílinn og hvort það væri ekki í lagi að geyma bílinn þarna eins og hveija aðra yfirhöfn. Svo ók ég bara út og hún sagði aldrei frá þessu. Ekki fyrr en 42 árum seinna, í Vatnaskógi í fyrra, þegar ég var þar að skemmta. Þá steig þar á svið full- orðin kona og sagði: „Nú ætla ég að segja frá því sem þú gerðir í skólanum í gamla daga!“ 33 Bíllinn var smár en knár. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.