Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN KAUPIN A DV: Tíu mínútna kenningin egar Fréttablaðið hið fyrra hóf göngu sína vorið 2001 voru ein helstu rök útgefandans þau að obbinn af fólki hefði engan tíma á morgnana til að komast í gegnum fremur þunglamalegar greinar í Morgunblaðinu og því væri þörf á nýju blaði með stuttar og frískar fréttir sem fólk gæti lesið á um tíu mínútum áður en það héldi til vinnu. Svarið væri einfalt; Fréttablaðið sem borið væri frítt í öll hús. Það var sett til höfuðs risanum Morgunblaðinu strax í upphafi og átti að hirða af honum bæði lesendur og auglýsendur. Það hefur vissulega náð að ógna Morgunblaðinu. Áskrifendum Morgunblaðsins hefur fækkað lítillega og auglýsingadeild blaðsins hefur fundið fyrir Fréttablaðinu. Það kom hins vegar engum á óvart að DV varð mest fyrir barðinu á hinu nýja blaði. DV náði sér aldrei á strik eftir komu þess inn á markaðinn. Enda var það Frétta- blaðið sem veitti því þyngsta höggið og gerði allt til þess að koma því fyrir kattarnef. DV-MENN gerðu sjálfsagt margt rangt í rekstri blaðsins, en það réð þó úrslitum að þeir áttu ekkert svar við þeirri formúlu Fréttablaðsins að bera blaðið frítt í öll hús og að helstu eigendur þess, Baugs- veldið, mokuðu auglýsingum í Fréttablaðið en frystu DV. Þá náði Fréttablaðið fljótlega markaði smáauglýsinga undir sig. Formúlan, sem fáir trúðu á, hafði gengið upp. Hún lagði DV í gólfið en ekki þann sem upphaflega var miðað á, Morgunblaðið. Fréttablaðið er mikið lesið. Það er frísklegt og sækir núna auglýsingar langt út fyrir raðir eigenda sinna í krafti útbreiðslu. FRÉJITABIAÐSMENN segja sjálfir að blaðið sé rekið með hagnaði þótt ýmsir séu vantrúaðir á það. Hvað DV snertir þá kvað markaðurinn upp sinn dóm, DV varð gjaldþrota, lesendur og auglýsendur sáu ekki þörfina fyrir gamla DV sem þriðja dag- blaðið. AUDVITAÐ urðu margir hvumsa þegar Fréttablaðsmenn sögðust sakna DV og að gjaldþrot þess væri sorglegt; víst væri þörf fyrir þriðja dagblaðið - hvasst og hispurslaust síðdegis- blað sem kæmi út á morgnana. Og þeir stóðu ekki við orðin tóm heldur keyptu þrotabú DV og útgáfuréttinn af Landsbank- anum. Ekki verður hér farið nánar út í söluaðferð bankans en Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, hafði áhuga en var hundsaður af bankanum. Það var ekki einu sinni kannað hvaða verð Árvakur byði. NÝJA DV verður morgunblað með ásjónu síðdegisblaðs. Það verður í áskrift og lausasölu og mun ekki leggja áherslu á auglýsingatekjur. Fréttablaðsmenn ætla að gefa sér þrjú til fimm ár til að ná settum markmiðum í áskrift. Núna er formúl- an þessi: DV á að hirða frekari áskrift af Mogganum og Frétta- blaðið á að höggva af meiri slagkrafti í auglýsingasölu hans náist að höggva stærra skarð í lesendahópinn. Samnýta á skrif- stofu, auglýsingadeild, ljósmyndir og fleira. GOTT OG VEL. En gengur dæmið upp með nýtt DV á meðan Morgunblaðið og Fréttablaðið eru svo sterk blöð - og hvað þá meðan að Fréttablaðið kemur út frítt? Var Árvakur að missa af einhveijum stórgróða þótt hann fengi ekki DV hjá Landsbankanum þótt við blasi að hann missir prenttekjur? Eru svona miklir peningar í sjónmáli með DV? Er ekki líklegra en hitt að Frétt ehf. þurfi að borga meðlagsgreiðslur með króganum næstu árin? EN DOKUM AÐEINS VIÐ. Hvað með 10 minútna reglu Fréttablaðsmanna frá því fyrir tveimur árum um að fólk hafi ekki tíma til að lesa nema í tíu mínútur á morgnana og sá tími dugi ekki til að komast í gegnum Moggann og því sé Fréttablaðið eina svarið? Hefur fólk eitthvað meiri tíma til að lesa DV og Fréttablaðið á morgnana? Vill fólk fá þrjú dagblöð inn um lúguna hjá sér á morgn- ana? Er líklegt að fólk gefi Moggann skyndilega upp á bátinn fyrir DV? Hvað með hinn utanaðkomandi andstæðing allra prentmiðla sem er minnkandi lestur ungs fólks og árátta þess að nema sannleikann í gegnum tal, tóna og myndir? ÁFRAM MÁ SPYRJA. Hver kann ekki að meta það að fá frítt dagblað inn um lúguna á morgnana? Til hvers þá að vera áskrifandi að tveimur dagblöðum líka, kaupa þess utan áskrift að sjónvarpsstöðvum, tímaritum og greiða símreikninginn af Netinu þar sem fréttir dagblaðanna eru ókeypis og ógna raunar móðurskipunum í áskrift? Er ekki líklegt að of margir hugsi sem svo: Dugir ekki að vera bara áfram með Moggann og fá Fréttablaðið frítt? Komumst við yfir fleiri dagblöð í allri þessari ijölmiðlun? Markaðurinn mun svara þessu og ákveða hvort þörf sé fyrir þrjú dagblöð. Ef 10 mínútna kenning Fréttablaðs- manna er rétt þá gæti hún reynst nýju DV Þrándur í Götu. Eða gildir 10 mínútna kenningin ekki um nein önnur morgunblöð en Moggann? FYLLSTA ÁSTÆÐA er til að óska Fréttablaðsmönnum til hamingju með DV. Þeir eru hugrakkir og hæfileikaríkir. Því augljóslega þarf hugrekki til að fara inn í hringinn með nýtt DV sem áskriftarblað og óttast ekki að lenda strax í koðlunum. [H Jón G. Hauksson Eru svona miklir peningar í sjónmáli með DV? Er ekki líklegra en hitt að Frétt ehf. þurfi að borga meðlags- greiðslur með króg- anum næstu árin? 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.