Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 29

Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 29
Þögla kynslóðin -fólk sem fætt er fyrir 1950 H ralöng reynsla hefur kennt þessari Hkynslóð að treysta á reynslu og hyggjuvit; þ.e. reyndar, prófaðar og sannaðar aðferðir við að gera hlutina. „Þegar þú ert við stjórnvölinn, taktu þá stjórnina. Þegar þú ert í vafa, gerðu þá það sem er rétt!“ Eftir áralanga reynslu af að vinna undir stjórnun sem gekk út á að „stjórna og stýra“ verður þetta fólk að nota eigin dómgreind til að horfast í augu við þær miklu breytingar sem eiga sér stað í vinnuumhveríinu. Breytingar sem orðið hafa á stjórnun nú til dags eru meðal annars þær að fólk þarf sjálft að finna bestu leiðirnar að hámarksárangri, en því er ekki stjórnað og stýrt eða sagt nákvæmlega hvernig það á að gera hlutina. Ráð íyrir leiðtoga og stjórnendur sem eru með starfsfólk af þessari kynslóð: • Leiðtogar ættu með kurteislegum og vingjarnlegum hætti að halda í vald sitt, alls ekki með ægivaldi, og sýna einnig fram á eigin getu og verk. • Best er að kenna Þöglu kynslóðinni á allar nýjungar í öruggu umhverfi og jafhvel að fá hana til að taka þátt í miðl- un nýjunga sem kennara. • Þegar starfslok Þöglu kynslóðarinnar nálgast, eða hún fer á eftirlaun, er góð hugmynd að ráða hana í hlutastarf við að leiða og stýra verkefnum og einnig sem leiðbeinendur fyrir þá sem eru nýir í starfi. Þekking og reynsla þessarar kyn- slóðar er mjög verðmæt fyrir þá sem á eftír koma. HD Sjöfn Sigurgeirs- dóttir, auglýsinga- stjóri Frjálsrar verslunar, fædd 1939. Barnabombu-kynslóðin -fólk fætt ca. 1950-1965 Starfsfólk sem tilheyrir þessari kyn- slóð kleif metorðastigann á meðan reglur eldra vinnuumhverfis voru í gildi og því finnst núna sem það starfi í skugga niðurskurðar, endurskipu- lagningar og endurhönnunar. Þetta fólk stærir sig af getu sinni til að lifa af „syntu eða sökktu“-stjórnunaraðferð- ina. En færri eru viljugir nú til dags til að halda uppi þeim ofsa og hraða. Æ fleiri úr þessari kynslóð hafa tekið upp hugarfar sem hefur þótt einkenna yngri kynslóðir, það er að halda fýrst og fremst tryggð við sjálfan sig á vinnumarkaðnum (e. free agent). Konur af þessari kynslóð voru brautryðjendur í að þrýsta á um sveigjanlegt starfsumhverfi. Ráð fyrir leiðtoga og stjórnendur sem eru með starfsfólk af þessari kynslóð: • Leiðtogar ættu að vera leiðbeinendur sem greiða fyrir niðurstöðum, ekki að stýra nákvæmlega leiðinni. • Til að ná hámarksárangri frá þessari kynslóð er vænlegast að bjóða sveigjanleika, vald og virðingu. • Mikilvægt er að hvetja þessa kynslóð til að halda áfram að vaxa, jaíht í starfi og einkalifi. Blí Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, fæddur 1955. X-kynslóðin -fólk fætt ca. 1965-1977 Starfsfólk þessarar kynslóðar var í fararbroddi varðandi þann hugs- unarhátt að halda fyrst og fremst tryggð við sjálft sig á vinnumarkaðn- um. Núna er þetta fólk að fullorðnast og að færast upp í stöður ábyrgða, mannaforráða og leiðtoga. En það er þó alls ekki á leiðinni að hætta eða setjast í helgan stein. Þessi kynslóð er vel á verði og veit að starfsöryggi hennar felst fyrst og fremst í því að halda sér „á tánum“. Það er enn tilbúið til að sveigja reglurnar til að gera hlutina betur og hraðar. Ráð fyrir leiðtoga og stjórnendur sem eru með starfsfólk af þessari kynslóð: • Stjórnendur þessa hóps ættu að svara spurningum þessarar kynslóðar með spurningunni: „Hvað er málið?“ • Best er að stjórna henni með því að vera til staðar og leiðbeina, ekki að „stjórna" of mikið, veita því SMART endurgjöf (Sértæka, Mælanlega, Áreiðanlega, Réttmæta og Tímanlega) og umbuna fyrir árangur. SD Geir Ólafsson, Ijósmyndari Frjálsrar verslunar, faeddur 1966. 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.