Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 34

Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 34
skólann og síðan í Verslunarskólann. Eftir það fór hann í við- skiptafræði við Háskóla íslands þaðan sem hann útskrifaðist sem cand. oecon. árið 1971. „Fór því miður aldrei út að læra“ „Ég fór því miður aldrei út að læra, eins og vonir mínar stóðu til. Að vísu má geta þess að ég fór á námskeið um alþjóðlegar siglingar (International Shipping) í Noregi 1970 á meðan ég var í námi í Háskólanum og einum áratug síðar á nokkurra mánaða námskeið í stjórnun flugfélaga (Airline Manage- ment) hjá MIT í Boston 1980. Ég ætlaði alltaf að fara út og læra meira en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því, ég hef alltaf verið frekar upptekinn." Strax í ábyrgðarstöður Strax eftir að Magnús Gunnarsson útskrifaðist úr viðskiptafræðinni 1971, hóf hann störf hjá Bandalagi háskólamanna og var þar framkvæmdastjóri einn vetur. „Ég ætlaði mér alltaf úr því starfi í frekara nám en mál æxluðust þannig að ég var beðinn um að taka að mér skrif- stofustjórn hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Ég fór þangað og var þar í um það bil tvö ár, 1971-73. Síðan þróuðust mál þannig að ég fór til vinnu fyrir Hafskip en var þar reyndar í stuttan tíma, rúmt ár. Til viðbótar þessu kenndi ég hagfræði og stjórnun í Verslunarskóla íslands. Ég sinnti kennslunni áfram þar til ég tók við starfi framkvæmdastjóra Arnarflugs. Þar var ég á árunum 1976-80 og gat ekki haldið áfram í kennslunni, vegna þess hve mikið ég þurfti að vera erlendis.“ Vinnuveitendasambandið Þegar Magnús ákvað að hætta hjá Arnarflugi, bað Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins, hann um að koma til sín og taka við starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra. „Því starfi gegndi ég í stuttan tíma, 1981- 83, en síðan komu gamlir vinir mínir til mín og báðu mig um að fara í Vinnuveitendasambandið og taka þar við af Þorsteini Pálssyni sem framkvæmdastjóri. Þar var ég í þrjú ár, til ársins 1986, en þá lá leið mín aftur til Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda. Ég var síðan beðinn um að taka við sem for- maður Vinnuveitendasambandsins árið 1992 og tók þar við af Einari Oddi Kristjánssyni." Magnús var stjórnarformaður Vinnuveitendasambands- ins til ársins 1995 og þótti farsæll í starfi. Magnús hefur komið ótrúlega víða við á viðskiptasviðinu á Islandi. Hann var meðal annars, auk áðurtalinna starfa, formaður Utflutnings- ráðs íslands árin 1986-93 og formaður stjórnar HB á Akranesi árin 1991-95.HH Ný stjórn Eimskips Á hluthafafundi í Eimskip þann 9. október síðastliðinn var algerlega skipt um stjórn hjá Eimskipafélagi Islands hf. í kjölfar breyttrar eignaraðildar hjá fyrirtækinu. Magnús Gunnarsson var þá skipaður nýr stjórnarformaður Eimskips. Frá vinstri Þór Kristjánsson, Sindri Sindrason, Þórður Magnússon, Pálmi Haraldsson, Magnús Gunnarsson, Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson og Baldur Guðnason. Ahluthafafundi í Eimsldp þann 9. október síðastliðinn var algerlega skipt um stjórn hjá Eimskipafélagi íslands hf. í kjölfar breyttrar eignaraðildar hjá fyrirtækinu. Magnús Gunnarsson var þá skipaður nýr stjórnarformaður Eimskips í stað Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Heims. Að vonum hefur kastljósi fjölmiðla í auknum mæli verið beint að Magnúsi, enda hefur hann komið víða við í íslensku atvinnu- lífi og jafhan þótt farsæll í störfúm sínum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Eimskipafélagsins, sem fram fór 14. október, var ákveðið að skipta um stjórn í öllum dótturfélögum Eimskipafélags íslands. Með Magnúsi Gunnarssyni í stjórn Eimskipafélags Islands og allra dóttur- félaga voru skipaðir þeir Þór Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Pharmaco, Sindri Sindrason, stjórnarmaður í Pharmaco, Þórður Magnússon, fyrrverandi forstjóri Gildingar, Pálmi Haraldsson, forstjóri Fengs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, og Baldur Guðnason, eigandi Sjafnar. [ffl 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.