Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 44
Sægreifinn Rokke Skuldirnar eru að sliga norska sægreifann Kjell Inge R0kke: Getur einhver skipt - ég á ekki smápeninga? Norðmaðurinn Kjell Inge R0kke var einu sinni ríkasti maður Noregs. Nú er hann í kröggum. Hann hefur að mati sérfræðinga reynt að gína yfir of mörgu, vanrækt að treysta fjárhagslegan grundvöll fyrirtækja sinna og verður að fella seglin. Ríkasti maður Noregs er orðinn skuldugasti maður landsins. Textí: Gísli Kristjánsson, Ósló Kjell Inge Kakke greiðir yfir 40 þúsund manns laun með einum eða öðrum hætti. Fjórir verkamanna Rukkes hafa það verkefni að gæta sumarhúss hans að Seljahlíð í Upp- dal í Noregi. Fjórmenningarnir eru formlega í vinnu hjá fyrir- tæki sem heitir íbúðarhúsið h/f en þar er áðurnefndur Kjell Inge Rokke aðalhluthafi. Hann stofnaði sem sagt hlutafélag um sumarbústaðinn, sem er metinn á um milljarð íslenskra króna. Allt í lagi. En Rokke leigir einnig hluta lóðarinnar undir húsið af íbúðarhúsinu h/f en á blettinn þó aðallega sjálfur. Fyrir lóð og hús var greitt með lánum frá öðrum fyrirtækjum Rokkes. Rokke hefur nú keypt sjálft húsið, með þreföldum snjósleða- skúr ásamt öðrum þægindum, af Ibúðarhúsinu h/f, sem sér þó áfram um að gæta hússins en Rnkke greiðir samt laun fjór- menninganna, sem gæta hússins, úr eigin vasa. Ærir óstöðuga Þegar Rokke er spurður um tilganginn með þessari flækju segir hann: „No comment". Og lærðir menn sjá ekki tilganginn með að koma málum svona fyrir vegna eins sumarhúss þótt stórt og dýrt sé. Töluglöggir bókhaldarar reita hár sitt þegar þeir heyra um eigna- og skuldatengsl í veldi Rokkes - já reyndar í fallandi veldi Rokkes. En þessi saga um sumarhúsið hans Rokkes er dæmigerð fyrir hann: • Eignatengsl í fyrirtækum hans eru mjög flókin og stundum erfitt að sjá tilganginn með flækjunum. • Rokke flytur gjarnan fé milli fyrirtækja sinna, tekur lán hjá einu til að greiða skuldir annars. • Öll skil milli hans sjálfs og ijölda fyrirtækja og hlutafélaga, sem hann á einn eða með öðrum, eru óljós. • Einkaneysla Rokkes er gífúrleg og vekur oft meiri athygli en rekstur fyrirtækja hans. Skuldasúpa í september sl. lenti Rokke einmitt í miklum vanda vegna óljósra stöðu eigna og skulda í fyrirtækjunum. Eignahaldsfélagið Orkla lánaði honum árið 1996 um 600 milljónir norskra króna til að byggja upp rekstur Norway Seafood. Stjórnendur Orkla grunaði að Rokke tæki aðra lánar- drottna fram yfir þá við afborganir af lánum. Þeir gjaldfelldu því lánið til að tryggja sinn hag. Rokke hugðist redda málinu með sama hætti og svo oft áður - nefnilega að láta Norway Seafood taka lán hjá Aker RGI til að borga Orkla. Og þá greip um sig ótti meðal annarra lánardrottna Rokkes og meðal meðeigenda hans í Aker RGI. Rokke varð að fá gjaldfrest og líklegt er að þessi skulda- kreppa leiði til þess að veldi hans verði að hluta leyst upp að kröfu þeirra banka og fárfestingafélaga sem mest eiga inni hjá honum. Hitt er engu að síður ljóst að Rokke er ekki gjaldþrota. Hann á fyrir skuldum. Enn vel likur Yiðskiptablaðið Kapital metur hreina eign Rakkes í ár á um 1,6 milljarða norskra króna. Það eru rúmir 17 milljarðar islenskra króna. En Rokke hefur á einu ár tapað um 10 milljörðum íslenskra króna og eignir hans nú eru aðeins um 10% af því sem var þegar hann var ríkasti maður Noregs. Núna er hann bara 29. ríkasti maður landsins að mati Kapital. En hvert er veldi Rokkes? Hvar vinna þessir ríflega 40 þúsund launamenn sem með einum eða öðrum hætti eru starfsmenn hans? Rokke á ráðandi hlut í sjö fyrirtækjasamsteypum. Þetta eru fyrirtæki sem hann hefur eignast - oft með ævintýralegum yfir- tökum á liðnum 15 árum. Stundum hafa kaupin reynst honum dýr, stundum ekki. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.