Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 46

Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 46
Fyrirtækjaveldi Kjell Inge Rokke Heimild: Aftenposten eða öðrum hætti rekstri Aker Kværner og móðurfyrirtækisins Aker RGI. Yfir- takan á Kværner var Rokke dýr og hefur enn ekki skilað honum arði. Sagan um kolbítinn í norskum þjóð- sögum segir oft frá kolbítnum Asbirni Askeladden. Þetta er bláeygur drengur sem vex upp við lítil afrek og er talinn ónytjungur af öllum sem til þekkja. En drengur fer út í hinn stóra heim og reynist þá úrræðagóður í öllum þrautum. Hann leikur á tröll og forynjur - og vinnur Fyrirtækjaveldi Rokke byggist á sjö samsteypum. Móðurfyrirtækið er Aker RGI. að i0kum ástir dóttur konungs og hálft konungsríkið með. Kjell Inge Rokke er oft Hlutabréfin voru því í lágu verði þegar Rokke keypti meiri- hlutann og greiddi að sögn eftir á með láni hjá Aker! Aker Yards er metið á 19 milljarða íslenskra króna og hjá fyrirtækinu vinna um 10 þúsund manns. Rokke á einnig stóra hluti í Ijórum minni samsteypum sem metnar eru á um 10 milljarða íslenskra króna. Þetta eru Dexion sem framleiðir hillusamstæður fyrir fyrirtæki og söfii. Rekstur þess gengur afleitlega og er Dexion til sölu. Rokke á einnig 39,9% í Avantor, sem á og leigir út skrifstofu- húsnæði. Það er til sölu. Sömu sögu er að segja um fasteigna- fyrirtækið Legend Properties, sem m.a. hefur staðið fyrir bygg- ingu glæsiíbúða á Flórída. Rokke á einnig fyrirtækið Atlas-Stord. Það framleiðir búnað til nota við olíuvinnslu og skilar góðum arði. Þar vinna 120 manns. líkt við Asbjörn þennan Askeladden. Rokke á til alþýðufólks að telja. Hann er fæddur í Molde í Vestur-Noregi 25. október árið 1958. Hann lauk grunnskóla- námi og fór til sjós 16 ára gamall. Hann keypti sinn fyrsta bát 24 ára gamall. Auður Rokkes varð fyrst til þegar hann stundaði sjómennsku við Kyrrahafið. Hann var togara- sjómaður og síðar togaraútgerðarmaður við Alaska og rak fyrirtæki sitt RGI (Resource Group International) í Seattle í Bandarikjunum. Hann lét fyrst til sín taka sem iðjuhöldur heima í Noregi árið 1996 með kaupum á stórum hlut í Aker og árið 1997 sameinaði hann Aker og RGI. Þá var hann ríkasti maður Noregs. Hann hefúr alltaf verið útgerðarmaður togara öðrum þræði og alltaf hefur gengið á ýmsu í útgerðinni. Fræg er útgerðarsaga stærsta togara heims - American Monarch - sem lengi var bundinn kvótalaus við bryggju í Rússlandi. Of margir boltar á lofti Það er enginn hörgull á sérfræðingum sem fullyrða að Rokke vasist í of mörgu. Reksturinn er of flókinn og ráðlegra væri að einbeita sér að færri fyrirtækjum og reka þau vel. Norway Seafoods þykir lífvænlegt fyrirtæki, sem Rokke er mikið í mun að halda, en fyrirtækið er skuldsett og í raun á valdi lánadrottnanna. Spár norskra Ijölmiðla um framtíð Rokkes ganga nú út á að hann selji á næstu árum stóran hluta af eignum sínum. Enginn veit þó hve mikið og hvaða fyrirtækjum hann nær að halda. Hann náði samkomulagi við Orkla um gjaldfrest fram til ársloka 2004. Sá frestur á þó aðeins við um lán Orkla til Norway Seafoods. Mjúk lending Þetta var engu að síður mjúk lending fyrir Rokke. Hann slapp úr klípunni að þessu sinni en lánardrottnum hans er ljóst að hreinsa verður til í eignamöppu hans. Stærstu lánadrottnarnir eru Den Norske Bank, bankar í Svíþjóð og líf- eyrissjóðir. Að ógleymdum Rokke sjálfum. Hann hefur verið óspar á að taka fé að láni í eigin fyrirtækjum. Skuldirnar nema hundruðum milljarða íslenskra króna. Mjög er þó snúið að fá yfirlit yfir hve mikið fyrirtæki Rokkes skulda þegar allt er talið. Norska dagblaðið Aftenposten hefur fuilyrt að innbyrðis skuldir í fyrirtækjasafni Rokkes nemi 200 milljörðum íslenskra króna. Mest af þessu fé tengist með einum Einn á báti Fyrstu ár sín í viðskiptum var Rokke jafnan í nánu samstarfi við sveitunga sinn Bjorn Rune Gjeldsten. Rokke keypti Gjeldsten út árið 1999 og hefúr síðan verið einn á báti. Þeir félagar voru saman til sjós og vöktu þjóðarathygli í Noregi þegar þeir keyptu fótboltaliðið í heimabænum Molde og björguðu því frá gjaldþroti - og þeir áttu saman enska fótbolta- liðið Wimbleton. Rokke er einstakur meðal norskra auðmanna. Miklu meira er ijallað um hann en aðra. Ekki er nýtt að eigendur fyrirtækja lendi í kröggum, en þegar Rokke á í hlut er eins og allir gangi af göflunum. Blöðin fyllast af greinum um Rokke og sjónvarps- menn hanga nótt sem nýtan dag fyrir utan skrifstofur hans á Akerbryggju í Ósló bara til að geta myndað hann á leið inn eða út úr húsinu. Helsta ástæðan fyrir þessu er að Rokke hefur aldrei farið leynt með auð sinn. Það er óvenjulegt í Noregi og jafnvel talið ósiðlegt. Lítillæti er dyggð í Noregi. Þessu er öfugt farið í Bandaríkjunum þar sem sjálfsagt þykir að berast á - ekki síst ef fátækir fá að njóta auðsins að einhveiju leyti með gjöfum. Óskráð lög auðmanna í Noregi má auðurinn helst ekki sjást og þá reglu hefur Rokke brotið. Hann hefur keypt sér dýr leik- föng - lystisnekkju, hraðbáta, einkaþotu - og á eitt stærsta 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.