Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 49

Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 49
alltaf heim til íslands á sumrin til þess að vinna fyrir „hluta af skóla- gjöldunum" eins og hann segir sjálfur. Fyrsta sumarið - árið 2000 - vann hann á DV. „Eg fékk ómetanlega starfs- reynslu í góðum starfshópi sem þar var. Um veturinn skrifaði ég nokkrar fréttir frá Boston fyrir DV og vann svo næsta sumar hjá Fréttablaðinu og um tíma með blaðamanni frá Associated Press, honum til aðstoðar.“ Eikin og eplið Ómar hefur alltaf haft gífurlegan áhuga á ijölmiðlum, enda þar hæg heimatökin. „Það má segja að ég hafi fengið áhugann í vöggugjöf, en faðir minn (Valdimar) Ómar Valdimarsson, hefur lengi verið viðloðandi fjöl- miðla.“ Ómar, faðir Ómars Rafns, hefur komið víða við í ljölmiðla- heiminum: Hann var meðal fyrstu blaðamanna Dagblaðsins, starfaði á Morgunblaðinu og Stöð 2. „Pabbi hefur nú um árabil starfað sem ijölmiðlafulltrúi hjá Rauða krossinum, var í ár í Malasíu, þijú ár í Tælandi og hefur nýverið hafið störf í Jakarta í Indónesíu. Eftir að Ómar Rafn lauk námi í Boston fór hann á nokkurt flakk, ferðaðist um SA-Asíu og endaði í Taívan þar sem uppi voru áform um kínverskunám og ensku- kennslu samhliða náminu. „Vegabréfsáritun varð mér til vansa, ég fékk ekki afrit af próf- skírteini mínu frá skólunum í Boston í tíma og varð af þeim sökum að gefa Taívan upp á bátinn. Þá blasti við að sitja annað hvort hjá foreldrum mínum í Tælandi, bíða eftir próf- skírteininu og safna skuldum eða flytja heim til íslands og byrja að vinna.“ Almannatengsl og Alcoa ,jón Hákon Magnússon hjá almannatengslafyrirtækinu KOM bauð mér vinnu og reyndist mér ákaflega vel. Þar starfaði ég í rúmt ár við ýmis verkefni, en aðallega fyrir álfyrirtækið Alcoa, sem hyggst reisa álverksmiðju í Reyðarfirði. Eg kynntist þar af leiðandi vel framkvæmdunum fyrir austan. Einhveiju sinni, þegar ég var fyrir austan með forsvarsmönnum Alcoa að skoða aðstæður, rakst ég á einn af forsvarsmönnum Impregilo á Hótel Héraði. Við tókum tal saman og hann gaf mér nafnspjaldið sitt og við vorum upp frá því í sambandi. Stuttu síðar hittumst við yfir matarbita og á þeim fundi gaf hann til kynna að stefna Impregilo væri að láta lítið á sér bera þar sem þeir standa í framkvæmdum,“ segir Ómar. Ósanngjörn Skrif „Þessi aðferð Impregilo, að vera lítið áber- andi, hefur ekki verið árangursrík á íslandi. ísland er svo lítið land og athygli flölmiðla hefur verið mikil á öllum fram- kvæmdum við Kárahnjúka, enda um að ræða ákaflega stóra framkvæmd í litlu hagkerfi. Sökum nálgunar Impregilo hafa sumir fréttamenn orðið gramir þar sem þeim hefur ekki tekist að vinna fréttirnar sínar nægjanlega vel. Almennt eru íslenskir fréttamenn fagmenn fram í fingurgóma, en þessi gremja hefur þó orðið þess valdandi að nokkrir fréttamenn hafa gert fréttir um starfsemi Impregilo út frá lögmálinu „let the bastards deny it“, eða „látum gaurana neita því“. Að vissu leyti má segja að Impregilo hafi kallað þessi ósköp yfir sig með nálgun sinni. Þegar forsvarsmenn fyrirtækisins gerðu sér grein fyrir þessu hugsuðu þeir til mín og í kjölfarið var ég sendur til Mílanó að hitta yfirmann almannatengsla Impregilo og forsvarsmann starfsmannamála. í kjölfarið hófst samstarf Impregilo og íslenskra almannatengsla." Gerbreyttur fréttaflutnlngur „Frá því að impregilo hóf að svara spurningum fjölmiðla með skilvirkari hætti hefur frétta- flutningur af fyrirtækinu og framkvæmdunum breyst til batnaðar. Starf mitt er fyrst og fremst fólgið í því að auka upp- fysingaflæði frá Impregilo til fjölmiðla, ráðamanna og almenn- ings; gefa fólki tækifæri til að kynna sér framkvæmdirnar við Kárahnjúka og þeim flölmörgu hliðum sem á þeim eru. Vissulega er ýmislegt sem enn þarf að laga upp við Kára- hnjúka og unnið er að því nú. En það hefur heldur ekki komist almennilega til skila að allar aðstæður á svæðinu eru í raun mjög góðar í dag. Ærin verkefni Ómar segir verkefnin fyrir Impregilo vera í senn krefjandi og skemmtileg. En verkefnin hjá Ómari eru þó fleiri. Fyrr á árinu stofnaði hann íslensk almannatengsl með félaga sínum, Böðvari Jónssyni. ,Auk þess að sinna verkefnum fyrir Impregilo, eru íslensk almannatengsl með hátt í 30 aðra viðskipta- vini sem sinna þarf af ábyrgð. Viðskipta- vinir okkar eru ólíkir, með mjög mismun- andi áherslur - allt frá verktakafyrirtækjum eins og Impregilo til umhverfisverndar- samtakanna Greenpeace. Til þess að hægt sé að sinna þessum viðskiptavinum vel þarf að fara djúpt í saumana á hveiju máli og skilja viðskiptavininn. Þannig getum við komið skilaboðum okkar viðskiptavina á framfæri til þeirra sem skipta mestu máli - til fólksins í landinu.“[H „Frá því að Impregilo hóf að svara spurn- ingum fjölmiðla með skilvirkari hætti hefur fréttaflutningur af fyrirtækinu og fram- kvæmdunum breyst til batnaðar. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.