Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 52
\
Jón Snædal læknir: „Fólk er mjög misjafnlega minnugt að eðlisfari og á meðan sumir eru með það sem kallað er „límheila"
og muna bókstaflega allt sem þeir sjá og heyra, eru aðrir í hálfgerðu basli með það að muna einföldustu hluti."
fyrir áreiti, snertingu, hljóði, sjáum eitthvað eða finnum,
verða tengslin sterkari og þannig lærum við smátt og smátt
að þekkja hlutina. Þegar tengslin eru rofin eða ekki til staðar,
lendir heilinn í vanda og þarf að setja saman aftur upplýsingar
Hvar er minnið mitt?
Hvar er húfan mín?
Hvar er hettan mín?
sungja þeir Kasper,
Jesper og Jónatan í
Kardimommubænum
og skildu ekkert í því
hvernig hægt var að
týna því sem þó var á
vísum stað í gær.
til að geta munað. Oft er það
lítið mál - t.d. við lestur. A er A
hvort sem um er að ræða
ensku eða íslensku en annað
getur verið erfiðara viðfangs.
Ofurminni Það er ýmislegt
hægt að gera til að bæta
minnið, bæði minni sem er að
minnka eða bila og eins eðli-
legt minni sem manni finnst
nauðsynlegt að bæta eða vill
hafa meira af.
Hlutir sem hafa vond áhrif á minnið og best er að forðast eru t.d.:
• Reykingar
• Afengi
• Streita
• Næringarskortur (Zink og B-vítamín eru sögð hafa góð
áhrif á minnið - en það er þó ekki vísindalega sannað).
Til að bæta minnið er gott að:
• Borða ijölbreyttan mat.
• Taka ijölvítamín ef þarf.
• Vera aktífur í daglegu lífi.
• Minnka streitu í daglegu lífi.
• Vera í góðu líkamlegu formi.
• Skipuleggja daginn vel.
• Læra eitthvað nýtt - það er fátt sem er eins gott til að auka
starfsemi heilans og að læra nýja hluti.
EFLUM MINNIÐ
MEMORY+
Öflug blanda fyrir
alla sem vilja bæta
skammtímaminnið.
BBSBKn
Þegar innihaldið skiptir máli
GINKGO BILOBA
Eykur blóðstreymi
og dregur úr hand-
og fótkulda. Betri
einbeiting og minni.
52