Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 54

Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 54
ÁBYRGÐ ENDURSKOÐENDA Hæstaréttardómur um ábyrgð endurskoðenda Jónas Aðalsteinsson hrl. svarar hér Stefáni Svavarssyni, löggiltum endur- skoðanda, sem gagmýndi harkalega dóm Hæstaréttar um ábyrgð endur- skoðandans í máli Nathan & Olsen gegn PricewaterhouseCoopers og Gunnari Sigurðssyni endurskoðanda þess fyrirtækis. Eftir Jónas A. Aðalsteinsson hrl. Stefán Svavarsson, lektor í viðskiptadeild HÍ og endur- skoðandi, hefur tvívegis fjallað hér í blaðinu um dóm Hæstaréttar í máli Nathan & Olsen gegn Pricewater- houseCoopers og Gunnari Sigurðssjmi endurskoðanda þess fyrirtækis, frá 9. desember 1999. Með þeim dómi Hæstaréttar voru stefndu, PwC og Gunnar Sigurðsson dæmdir skaðabóta- skyldir gagnvart Nathan & Olsen. Rótafjárhæð var ákveðin af Hæstarétti að álitum. í greinum sínum gagnrýnir Stefán harðlega „vinnubrögð" Hæstaréttar og segir hann m.a. að rétturinn geri „kröfu um verklag sem hvorki sé krafist samkvæmt ákvæðum laga né reglna um endurskoðun". Greinarhöfundur, Jónas A. Aðalsteinsson, hrl. og stjórnar- formaður Nathans & Olsens. Ég sá mig tilknúinn að svara fyrri grein Stefáns og nú eftir síðari grein hans verð ég að bæta við örfáum ábendingum til áréttingar. Nemendur í viðskiptadeild Háskóla Islands, les- endur Fijálsrar verslunar eða aðrir sem málið snertir eiga það ekki skilið að verða skildir eftir með þá mynd sem lektorinn dregur upp af Hæstarétti og umræddum dómi réttarins, því ítrekað dregur Stefán ályktanir af eigin rangfærslum um máls- atvik, dómforsendur og niðurstöðu. í grein sinni segir Stefán: „Rétt er að taka skýrt fram, að endurskoðandinn var ekki ráðinn til annars en endurskoðunar- starfa..." Þessi grundvallarforsenda í röksemdafærslu Stefáns er ein- Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi. 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.