Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 62
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur styrkt sýningu Vestur-
ports á Rómeó og Júlíu í Young Vic leikhúsinu í London.
með því að halda flölskyldudaga í Tate og eins er þeim sem
skipuleggja sýningarnar boðið að koma og halda fyrirlestra
fyrir starfsfólkið. Unilever styður nokkra skóla í niðurníddum
hverfum og nemendum og kennurum þar er boðið að taka þátt
í ýmsum uppákomum íTate. Styrkirnir eru líka tengdir listverk-
efni fyrir skóla, sem Unilever stendur að um víða veröld og
endar á hátíð í Tate fyrir krakkana sem koma þá víðs vegar að
úr heiminum í boði Unilever.
Sköpunargáfa í fyrirtækjastjórn Sköpunargáfa er eitt af tísku-
orðum í fyrirtækjastjórn þessi árin og það orð gengur eins og
rauður þráður í gegnum ummæli fyrirtækja þegar þau
röksfyðja ástæður sínar fyrir að sfyðja menningarmál. I fréttatil-
kynningu Unilever í tengslum við sýningu Olafs er haft eftir
Niall Fitzgerald, stjórnarformanni Unilever, að sköpunargáfa sé
kjarninn í nálgun Unilever, hvort sem verið sé að þróa nýjar
vörur, sfyðja við staðbundin verkefni af öllu tagi eða styrkja nýja
list, sem beri í sér innblástur.
Sir Martin Sorrell, framkvæmdastjóri WWP, alþjóðlegs fyrir-
tækis sem á margar auglýsingastofur og er með 69 þúsund
manns í vinnu, hefur sagt að listafólk örvi sköpunargáfuna og
með hæfileikum sínum og innsýn ýti það fyrirtækjum til að sjá
hlutina í nýju ljósi. „Það er tjárfesting fyrir okkur að hafa sam-
skipti við listir,“ er haft eftir Sir Martin.
Sýningar Tate Modern í Unilever-röðinni fá yfirþyrmandi
mikla umtjiillun, ekki bara í Bretlandi, heldur alþjóðlega. Það er
því óhætt að fullyrða að sá sýnileiki, sem sýningarnar þar skapa
Unilever, megi meta margfalt ef ætti að kaupa hann fyrir
reiðufé. En listastyrkir snúast ekki bara um tískuorð og auglýs-
ingu tyrir fyrirtæki.
Fólk Vill hafa list á Vinnustaðnum Samkvæmt könnun Arts
& Business vilja 73 prósent vinnandi fólks hafa list á vinnu-
staðnum, þó slíkt sé aðeins að finna á 48 prósent vinnustaða.
Flestir nefndu Picasso sem óskalistamann, 18 prósent, en
aðeins 4 prósent vildu verk eftir nýlistamanninn Damien Hirst.
Hann er þekktur fyrir söguð dýr í formalíni og varð frægur og
auðugur fyrir atbeina auglýsingamannsins Charles Saatchi,
sem nýlega opnaði nýlistasafh við hlið Þúsaldarhjólsins á
suðurbakka Thames. Það er athyglisvert að fylgni var milli
þess hvernig starfsmenn mátu fyrirtækið, sem þeir unnu hjá,
og þess hvort listaverk voru í fyrirtækinu: I 52 prósent þeirra
fyrirtækja, sem starfsmenn mátu sem dugandi fyrirtæki, var
list á vinnustaðnum, en aðeins í 23 prósent þeirra fyrirtækja,
sem starfsmenn álitu síður dugandi. Þeir sem gerðu skoðana-
könnunina meta það sem svo að það gagnist ímynd fyrirtækis-
ins að þar sé list sýnileg.
Hluthafar Monsoon misstu holinmæðlna En öilu má auðvitað
ofgera. Nýlega varð upphlaup meðal hluthafa Monsoon fata-
fyrirtækisins út af listaverkakaupum þess. Peter Simon, stofn-
andi Monsoon og stjórnarformaður, pirraði hlutahafa þegar
hann tilkynnti í sumar að þótt fyrirtækið ætti 40 milljónir
punda í sjóði sínum og reksturinn gengi vel ætti að draga úr
arðgreiðslum og nota féð í landvinninga erlendis. En þegar
það spurðist út að sést hefði til yfirmanna Monsoon á nútíma-
listamarkaði í leit að spennandi verkum eftir unga og efnilega
listamenn til að lífga upp á aðalskrifstofuna, sem að sögn er
þegar troðfull af nútímalist, voru hluthafar ekki tilbúnir að
taka því með þögn og þolinmæði.
Listaverkakaupin eru reyndar aðeins kornið sem fyllti mæl-
inn, bæði af þvi að Peter Simon hefur verið að seilast til aukinna
áhrifa og eins af því að Monsoon á þegar orðið álitlegt lista-
verkasafn. Það er því vart hægt að taka þetta dæmi til marks um
að hluthafar séu almennt argir út í listaverkakaup fyrirtækja.
Fjnirtæki eiga margra kosta völ í að láta til sín taka í listum og
ekki alltaf nauðsynlegt að gera eitthvað stórt og dýrt. Nýlega
notaði vöruhúsið Harrods glugga sína til að kynna verk ýmissa
listamanna. Fyrir nokkrum árum var bílasala í Vín með býsna
nýstárlega útstillingu innan um bílana á nútímalist.
Forstjórarnir létu sjá Sig Auk þess að nota menningarstyrki í
auglýsingaskyni nýta fyrirtæki hér sér lista- og menningarstyrki
sína til að gera sér glaðan dag. Ein mest sótta listsýning hér
62