Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 67

Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 67
AMSRISXin Bíllinn góði, Ford T, kominn til íslands. Fyrsti ameríski bfllinn Ijúnímánuði árið 1913 var brotíð blað í íslenskri samgöngu- sögu. Fyrstí ameríski bíllinn kom til landsins en áður höfðu komið þrír evrópskir bílar, sem allir áttu það sameiginlegt að verða fluttír utan aftur. „Það voru fjórir eigendur að þessari bifreið en ábyrgðar- maður og hvatamaður fyrir kaupum á henni var Jakob Ó. Lárusson, sem lengi var prestur i Holti undir Eyjaljiillum," segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, blaðamaður og rit- höfundur, sem er þessa dagana að skrifa bókina „Saga bílsins á íslandi 1904 - 2004“. „Þessi fyrsti ameríski bíll var Ford T og var skipað upp þann 20. júní 1913. Jakob hafði verið prestur í Bandaríkjunum, á stað sem heitir Wynyard og þar hafði hann kynnst þessum nýju farartækjum sem voru að ryðja sér til rúms. Hann þóttist sjá í hendi sér að þetta myndi henta hér á landi og vildi endi- lega stuðla að því að fá hingað bifreið. Umræðan hafði helst verið um járnbrautarlestír og það höfðu komið þrír bílar áður en reynslan af þeim hafði ekki þótt góð, að minnsta kosti ekki tveim þeim fyrstu. Þegar leið að því að Jakob færi heim aftur fór hann að hugsa um hvort ekki væri hægt að kaupa bíl og hafa með sér. Hann ræddi við mann af íslenskum ættum, Pál Bjarnason, en sá var með umboð fyrir Ford í Wynyard og leist vel á tiltækið. Það sem helst vantaði voru peningar en Jakob áttí ekki mikið af þeim. Páll var betur stæður en fékk líka íslenskan kaupmann, Sigfús S. Bergmann, tíl að leggja í púkkið. „Þar sem hvorki Sigfús né Páll ætluðu heim til íslands og Jakob kunni ekkert með bíl að fara, fengu þeir með sér tvo í viðbót. Þetta voru þeir Sveinn Oddsson prentari sem hafði farið vestur um haf að námi loknu og Jón Sigmundsson úr Barðastrandarsýslu. Sá hafði farið vestur barnungur með móður sinni sem var ekkja og sagt var um hann að hann væri laginn við vélar og hefði unnið lengi við vélaviðgerðir. Það varð úr að þessir menn áttu bílinn í sameiningu en Sveinn og Jón komu með hann hingað heim þar sem hann ílentíst. A eftir honum kom annar Ford sama ár og þriðji ameríski bíllinn, Overland, kom fyrir áramótin. Næsta áratuginn komu hér lítíð annað en amerískir bílar þó svo auðvitað kæmu aðrir með en hlutfall amerískra bíla hér á landi var lengi vel ansi hátt.“ Bílar, menn 09 dýr Þeir Sveinn og Jón urðu brautryðjendur bíla á Islandi og er skemmtílega frá þvi sagt í rití Guðlaugs Jónssonar rannsóknarlögreglumanns, Bifreiðir á íslandi 1904- 1930. Þar eru m.a. hafðar eftír Sveini sögur um fyrstu samskipti bílsins og þeirra sem honum voru nú að kynnast, tvífættír eða ferfættír. Hann segir m.a. frá því að á einni af sínum fyrstu ferðum varð unglingur á reiðhjóli var við bílinn. Honum varð svo um að hann hentíst af hjólinu þar sem hann var staddur á miðjum vegi og hljóp eins og flandinn væri á hælum hans eitt- hvað út í buskann og sinnti ekki um hróp og köll þeirra mennsku manna sem þarna voru á ferð og vildu róa hann. Öðru sinni var Sveinn einn á leið til Hafnarfjarðar og mætti þá hópi kúa á miðri Kópavogsbrú. Kýrnar voru alls óhræddar en forvitnar eins og þær eiga kyn tíl og þurftu mikið að hnusa af farartækinu. Sveinn stöðvaði bílinn, sté út úr honum og rak kýrnar undan sér yfir í Kópavog, en þegar hann var kominn aftur að bílnum voru þær komnar á hæla hans. Hann rak þær öðru sinni, en allt fór á sömu lund. Þá brá hann á það ráð að bakka út af brúnni, fór síðan fyrir kýrnar og rak þær í sömu átt og hann hafði bakkað. Þá loks varð brúin auð og hann gat haldið áfram sinni ferð en kýrnar störðu kýraugum sínum á eftir þessu undri. S!i 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.