Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 68
stærri flugsendingum og þeir
hafa skrifstofur um öll Banda-
ríkin,“ segir Regína Gunnars-
dóttir.
Samstarf TVG-Zimsen og
Menlo opnar íslenskum inn- og
útflytjendum leið að einu
öflugasta flutninganeti í heimi
sem hefur að leiðarljósi
áreiðanleika og tímasetta
þjónustu fyrir mjög hagkvæmt
verð.
Jón Bjarni Bjarnason, sölustjóri sölu- og markaðssviðs, Sævar Bjarnason, forstöðumaður
sölu- og markaðssviðs, og Regína Gunnarsdóttir, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs.
TVG-Zimsen
Flutt með hraði
TVG-Zimsen byggir á mikilli og langri reynslu í
flutningum til og frá landinu.
TVG-Zimsen er alhliða flutningsmiðlunarfyrirtæki sem
hefur flutninga til og frá landinu og rekstur frísvæðis að
aðalstarfsemi. TVG- Zimsen byggir á mikilli reynslu, er í
góðum tengslum við helstu flutningafyrirtæki heims, þekkir
hagkvæmustu og einföldustu leiðirnar til og frá landinu, kann
skil á öllum formsatriðum í flutningum og skjalavinnu og
ræður yfir tölvubúnaði sem getur á svipstundu rakið hvar
varan er á vegi stödd. TVG-Zimsen leggur ofuráherslu á að
tímaáætlanir standist og flutningurinn verði hnökralaus frá
borði seljanda að dyrum kaupanda.
„Við bjóðum bæði upp á hraðflutninga og hefðbundna
flugflutninga til og frá Bandaríkjunum, erum umboðsaðilar
fyrir UPS og Menlo Worldwide Forwarding sem eru tvö af
stærstu flutningsmiðhmarfyrirtækjum þar í landi,“ segir Sævar
Bjarnason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs TVG-
Zimsen.
Hraðsendingabjónusta TVG-Zimsen er umboðsaðili United
Parcel Service, UPS, sem er stærsta og öflugasta
hraðsendingafyrirtæki heims. UPS sérhæfir sig í flutningi
minni pakka þ.e. upp að 70 kg og nær þjónustunet þess til
rúmlega 200 landa um allan heim. Öflugt flutninganet UPS
gerir það að verkum að vara getur verið komin á áfangastað á
rúmum sólarhring frá íslandi til viðtakanda í Bandaríkjunum
og á um 40 tímum frá Bandaríkjunum til viðtakanda á Islandi.
í samvinnu við UPS býðurTVG-Zimsen hraðsendingaþjónustu
inn og út úr landinu eins og best gerist á Islandi.
TVG-Zimsen er einnig umboðsaðili Menlo Worldwide
Forwarding sem er einn stærsti flugfraktaðili í heimi.
Flutningastarfsemi Menlo byggist á rekstri eigin skrifstofa og
samstarfi við umboðsmenn um allan heim. „Þeir sérhæfa sig í
Sérþehking á íslenskum
markaði Það að hafa umboð
fyrir þessa tvo sterku flutn-
ingsaðila í Bandaríkjunum
gerir TVG-Zimsen fært að
bjóða heildarlausnir í flutn-
ingum hvert sem er og að geta
tryggt viðskiptavinum sínum
hagkvæmt flutningsverð og
gæðaþjónustu.
„Með því að notfæra okkur styrk þeirra og þá þekkingu sem
við höfum á íslenskum markaði höfum við búið til ferh sem
hentar sérlega vel hér á landi. Því er ekki að neita að við höfum
ákveðna sérstöðu og gerum sérkröfur um hraða og verð sem
ekki eru í gildi annars staðar," segir Sævar.
„Innan skamms, eða í janúar 2004, mun öll aðstaða
fyrirtækisins breytast til hins betra, þá munum við flytja í
rúmlega 800 fm skrifstofuhúsnæði niðri við Sundahöfn.
Aðstaðan verður í Vöruhótelinu, Sundabakka 2, en TVG-Zimen
á 40% hlut í því fyrirtæki á móti Eimskip," segir Sævar.
„Þetta mun gjörbreyta allri aðstöðu starfsmanna þar sem öll
starfsemi mun verða á einni hæð.“ Hjá TVG-Zimsen starfa nú
um 60 manns.
„í gegnum tíðina hefur orðið mun algengara að fyrirtæki
óski þess að TVG-Zimsen sjái um alla tollskjalagerð fyrir sig.
Þessi þáttur er tímafrekur og oft kostnaðarsamur í starfsemi
fyrirtækja. TVG-Zimsen er vel í stakk búið tíl að taka þessi
verkefni að sér bæði vegna mikillar reynslu starfsfólks og
fullkomins tölvukerfis," segir Sævar.
„TVG-Zimsen hf. er fyrirtæki sem samanstendur af góðu og
reynslumiklu starfsfólki. Hugvit er okkar aðall og að koma
vöru frá sendanda til móttakanda er flókið ferli sem starfsfólk
okkar hefur sérhæft sig í að leysa á sem hagkvæmastan hátt.
Starfsfólkið leggur ofuráherslu á að finna ódýrustu
flutningsleiðina til og frá landinu. Viðskiptavinir, sem kaupa
okkar þjónustu frá Bandaríkjunum, eru sérstaklega ánægðir
með þjónustuna og hefur orðið mikil magnaukning bæði til og
frá landingu í gegnum TVG-Zimsen,“ segir Sævar.
Á heimasíðu TVG-Zimsen http://www.tvg.is er að finna
greinargóðar upplýsingar um fyrirtækið, þjónustuna og rekja
ferli sendinga. 35
68