Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 74

Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 74
A íslenskri krá í Flórída Það var nú hrein tilviljun að við fórum í þessa ferð,“ segir Björn Yiggósson, framkvæmdastjóri Kerfisþróunar, þegar hann er spurður um mótorhjólaferð sem hann og eiginkona hans, Hallveig Björnsdóttir, fóru í fyrir skömmu. „Eg var í bílnum að hlusta á útvarpið þegar ég heyrði auglýstan kynningarfund í Harley Davidson búðinni varðandi Harley Davdison mótorhjólaferð til Bandaríkjanna. Eg fór á fundinn og skráði okkur í ferðina sem SBK í Keflavík skipulagði." Tilefni ferðar- innar var 100 ára afmæli Harley Davidson og áætluð heimsókn á Bikeofest í Daytona Beach, en þar er tvisvar á ári haldin hátíð mótorhjóla- fólks. „I þetta sinn voru þarna um 100.000 mótorhjól og 300.000 manns samankomin og allskonar hjól þó mest bæri á Harley David- son,“ segir Björn. „Eg á sjálfur Hondu Shadow sem er álíka stórt og Harley Davidson hjólin en við leigðum okkur öll HD hjól þarna úti.“ Það þekkja flestir Harley Davidson mótor- hjólin en færri vita að í ár er 100 ára afmseli þessara stóru hjóla. Björn Viggósson og Hallveig Björnsdóttir. legt að þarna voru menn og konur í sér- stökum heimi, hjólaheimi.“ Hópurinn íslenski skemmti sér hið besta og í hringferð sem farin var, urðu þau fyrir óvæntri upplifun þegar þau hittu fyrir íslenska krá. „Við fórum hringferð á hjólunum um Flórídaskagann og á leiðinni frá Daytona til Orlando stoppuðum við í litlu þorpi, einhvers staðar „in the middle of nowhere“ eins og kanarnir segja og þar sáum við skilti sem á stóð: „The Frosty Mug, Icelandic pub“ svona eins og maður sér oft skilti þar sem frskar krár eru kynntar. Þetta reyndist vera krá rekin af tveim íslenskum systrum. Kráin hafði reyndar valdið svolitlu uppnámi þegar hún var stofnuð, enda hafði það ekki tíðkast þarna að vera með slíkt. Nú er hún aðalaðdráttaraflið í bænum og nágrenni. I þessari hringferð fórum við meðal annars yfir Evergla- des fenjasvæðin en það er gríðarlega sérstakt. Þarna er grunnt vatn yfir allan miðskagann og við fórum á svifnökkvum í skoðunarferðir og gátum klappað krókódílum - svona ef einhver hefði áhuga.“ FurðUhjÓI Björn segir mörg furðuhjólin hafa verið á svæðinu og gaman að sjá þau. „Þarna var farið í eins konar skrúðgöngu eða hjólagöngu og haldin mikil hátið en Flórída er mjög sér- stakt hvað það varðar að þar er mótorhjólamekka heimsins ef hægt er að orða það svo. Þarna gilda ákveðnar umgengnis- reglur og til að mynda var yfirleitt alveg óhætt að skilja við dótið sitt hvar sem maður var í ferðinni, það var látið í friði. Hjólin og það sem að þeim sneri var umræðuefnið og greini- Með sælubros á vör Björn segir ferðina hafa verið einstaklega vel heppnaða og telur víst að slikar ferðir verði farnar áfram, líkt og golfferðir og skíðaferðir. Fararstjórar voru þeir Hafsteinn Emilsson hjólaáhugamaður og hvatamaður að ferðinni og Einar Steinþórsson frá SBK ferðaskrifstofunni í Keflavík. „Það eru margir með þetta áhugamál og ekki vafamál að þeir munu grípa fegins hendi að fara í heimsókn til Mekka Harley Davidson,“ segir Björn að lokum. H!l Hópurinn tilbúinn til brottfarar. Myndir: Björn Viggósson 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.