Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 82

Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 82
Stjarna Abby Joseph Cohen, forstöðumanns spádeildar Goldmans Sachs, skaust upp eins og hlutabréfakúrfan á síðasta áratug, en hefur haldið velli í hruna- dansinum. Sigrún Davíðsdóttir sat fúnd með þessari merku konu á dögunum. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Queen of the Bulls“, ,A stock star and not a rock star“ og „virtasti og áhrifamesti markaðsiýnirinn" eru nokkur þeirra heita, sem hafa hafa verið notuð um Abby Joseph Cohen. Það er þó ekkert drottningarlegt við þessa lágvöxnu konu 1 grárri dragt, svörtum bol, svörtum sokkabuxum og svörtum skóm með marglita slæðu. „Skyldi traustvekjandi fas hennar vera útspekúlerað og æft eða ætli hún sé bara svona?“ hvíslar þýsk blaðakona. Ekki gott að segja, fasið virðist fjarska eðlilegt, en Abby Cohen þarf ekki að biýna raustina. Þegar hún opnar munninn þá hlusta allir, það hægist á markaðnum og síðan fer hann upp eða niður eftir því hver boðskapurinn er. Á hlutabréfauppgangstímum gátu orð hennar skotið fyrirtækjum upp eða sökkt þeim. HÚn hefur haldið velli En andstætt ýmsum ijármálagúrúum síðasta áratugar hefur staða Abby Cohen haldið velli í niður- sveiflunni undanfarin misseri. Hún stýrir nú bandarísku spá- deild Goldman Sachs Jjárfestingabankans. Þegar hún mætti á fund í London með nokkrum blaðamönnum var Peter Oppenheimer, yfirmaður Evrópuspádeildar bankans, með í förinni og hvorugt þeirra var bangið við að vera bjartsýnt á framtíðina. En það er heldur ekki stíll Cohen að vera með neitt svartagallsraus ef hún mögulega kemst hjá því. Látlaust yfirbragð hennar er í stíl við líf hennar. Hún fæddist 1952 í Queens, úthverfi New York, og þar býr hún enn með eiginmanni sínum, sem er lög- fræðingur og starfsmannastjóri við Columbia háskólann. Þau kynntust í skóla, giftust og eignuðust tvær dætur sem nú eru um tvítugt. Fjölskyldan kaus að búa áfram í hverfinu því þar bjuggu amma og afi og fleiri skyldmenni og ijölskylduböndin eru óspart ræktuð. Cohen er gyðingur af pólskum ættum, dóttir menntaðra for- eldra sem lögðu hart að sér. Yfirvegaða afstöðu sína til lífsins og tilverunnar segist hún hafa frá föður sínum. Frá mömmu sinni lærði hún að kynna sér hlutina, mynda sér síðan skoðun og framiylgja henni. Tekur Strætó í vinnuna Þótt starf Abby Cohen hafi vísast fært fjölskyklunni tekjur af stjarnfræðilegum stærðum fer hún enn í strætó í vinnuna á Wall Street. Kosturinn er að þannig kemst hún hratt, örugglega og þægilega í vinnuna og fær alltaf sama sætið í strætó - segir hún sjálf og gleymir ekki að nefna að fjöl- skyldan sé ekki nein dæmigerð Wall Street fjölskylda. Keiluspil og billjard stundaði hún með fjölskyldunni í nágrenninu, þar til hálsmeiðsli bundu enda á þá skemmtun iýrir nokkrum árum. Vinnan er heldur ekki upphafið og endirinn í lífi hennar, undirstrikar hún gjarnan í viðtölum. Cohen lagði stund á hagfræði og tölvufræði við Cornell og fór svo í fram- haldsnám í hagfræði við George Wash- ington háskóla. Hún hóf störf hjá banda- ríska seðlabankanum í Washington, áður en hún fór yfir í einkageirann, upp- lifði sveiflur og gjaldþrot í lok níunda ára- „Drottning markað- arins.“ „Virtasti og áhrifamesti mark- aðsiýnirinn." Þetta er á meðal heita sem hafa verið notuð um Abby Joseph Cohen. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.