Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 88
„Á fyrsta mánuði hjá TALi kom reynsla mín af vinnu með fötluðum fram. Ég var sjálf að læra á farsíma og möguleika þeirra og sá strax að sms-textaskilaboð væru bylting fyrir heyrnarlausa og ræddi það við yfirmenn mína," segir Baldvina Snæ- laugsdóttir, markaðsstjóri hjá Og Vodafone. Mynd: Geir Ólafsson FÓJLK þá reynslu að leiðarljósi síðan.“ Atvikin höguðu því svo að árið 1997 þótti Bald- vinu hún standa á krossgötum í lífinu. Hún ákvað að söðla algjörlega um, skipta um umhverfi og prófa annan starfs- vettvang. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem starf mitt á sambýlinu gaf mér mjög mikið og tengsl mín við íbúa þar voru orðin mjög sterk. Eg ætlaði að flytja til Danmerkur, en komst nú ekki lengra en til Reykjavíkur. Eg fór að svipast um eftir starfi, vildi eitthvað allt annað en ég hafði áður prófað og sá auglýsingu um laust starf hjá Islenska farsímafélaginu hf. sem átti að hefja farsímarekstur þá um vorið. Þetta fannst mér nógu spennandi og óllkt þvi sem ég hafði starfað við. Hugsaði með mér: Þetta er starf sem ég tek ekki með mér heim á kvöldin eða tek inn á mig á einhvern hátt Það fór svo að ég fékk starfið og Islenska farsímafélagið hf. hóf rekstur sinn undir nafninu TAL hf. Og þá byrjaði ballið! Þetta var írábær tími. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðssljori hjá Og Vodafone Bfdr Vigdisi Stefánsdóttur Baldvina Snælaugsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og segist bara nokkuð stolt af því. „Eg nýti frí- stundir til að skreppa norður og leyfa mömmu að stjana við mig og ekki er verra að komast í kjötbollurnar hennar ömmu,“ segir hún. „Eg á systur sem býr á sveitabæ rétt fyrir utan Akureyri og það er fátt betra til að tappa af sér stressi og streitu, en að komast þangað í kyrrðina. Þar er allt annar taktur í gangi. Að komast á skíði í Hlíðarfjalli um páskana finnst mér toppa allt, meira að segja jólin. Annars má segja að áhugamál mín iýrir utan vinnuna sé vinnan! Félagslífið er einnig mjög gott og við starfsmenn finnurn okkur endalaust tilefni til að hafa meira gaman. Frítíma sem gefst reyni ég að nýta lýrst og fremst með dóttur minni. Við erum tvær sem skottumst í heimili og í erilssömu starfi mínu hefur þetta oft verið erfitt púsluspil, þar sem bestu barnapíurnar, ömmur og afar, eru fyrir norðan. Þetta er samt allt að verða léttara í dag, þar sem skvísan er orðin 13 ára en við pössum vel að eiga okkar gæða- stundir." Baldvina segist hafa farið í gegn um hefðbundna skólagöngu á Akureyri og tekið stúdentspróf frá MA árið 1985. Eftir það flutti hún suður til Reykjavíkur og hóf nám í þroskaþjálfun og lauk því árið 1989. „Eg flutti árið eftir aftur norður, en það átti bara að vera eitt ár. Var þá að eignast mitt fyrsta barn og vildi vera nálægt mömmu svona fyrst um sinn. Arin voru svo áður en ég vissi af orðin sjö! Eg starfaði í sérskóla fyrir fatlaða, en bauðst að taka þátt í uppbyggingu á nýju sambýli fyrir fjölfatlaða og veita því for- stöðu. Þar öðlaðist ég mikla og góða reynslu, í stjórnun, skipulagningu og ekki hvað síst lærði ég mikið af skjól- stæðingum mínum sem hafa kennt mér að með lífsgleði og jákvæðni er hægt að sigrast á öllum erfiðleikum. Eg hef haft Fyrstu tvö árin starfaði ég í þjónustu- veri og kenndi landanum að nota talhólf og senda sms og hef frá vori 2000 starfað í markaðsdeild þar sem mér finnst ég á réttri hillu. Þetta er mjög spennandi starf í alla staði og fjölbreytt og ég gegni margþættu hlutverki. Aðalstarfið er tengsl við auglýsingastofu við auglýs- ingagerð svo og birtingahús, gerð tilboða og þróun nýrrar þjónustu, sam- starfsverkefni, innri markaðssetning og sérstakar uppákomur miðaðar við að efla ímynd vörumerksins. A fyrsta mánuði hjá TAIi kom reynsla mín af vinnu með fötluðum fram. Eg var sjálf að læra á farsíma og möguleika þeirra og sá strax að sms-textaskilaboð væru bylting fyrir heyrnarlausa og ræddi það við yfirmenn mína. Það varð úr að fyrirtækið kynnti þessa tækni fyrir nemendum og for- eldrum Heyrnleysingjaskólans, gaf þeim gsm-síma og flýtti þannig fyrir upp- götvun þeirra á þessari tækni sem hefur gjörbrejht lífi heyrnarlausra. [E 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.