Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 66
FRETTIR Rannveig Ingimundardóttir og Sigfús Bjarnason í New York árið 1955. Myndin var tekin í Starlight Room á Waldorf Astoria hótelinu. nokkru af sítrónum og mandarínum. Magnús Víglundsson var nú kominn heim frá Spáni, þaulkunnugur framleiðendum og aðstæðum þar í landi og saman sneru þeir Sigfús heldur betur á keppinauta sína í ávaxtainnflutningnum. Eins og fyrr sagði var Heklu úthlutað fimm hundruð kössum af appelsínum. Hvergi var getið um það hversu stórir kassarnir mættu vera. Hefðbundnir appelsínukassar, sem hingað höfðu verið fluttir árum saman, voru með 504 appelsínum, en hitt vissu keppi- nautarnir ekki sem Magnús vissi hins vegar eftir veru sína á Spáni, að unnt var að fá helmingi stærri kassa með 1008 appel- sínum. Hekla pantaði þvi fimm hundruð kassa af stærri gerð- inni, sem jafngiltu þúsund kössum af hefðbundinni stærð og flutti því inn helmingi meira en keppinautarnir höfðu reiknað með að hún gerði. Ekki vai' laust við að hlakkaði í þeim félögum, Sigfúsi og Magnúsi, og þeir töldu sig ekki skulda keppinautunum neitt í samkeppninni. - Okkur fannst hinir innflytjendurnir vera svo frekir við okkur, sagði Sigfús þegar hann riijaði upp þessa tíma mörgum árum síðar. Skortur oy skömmtun í Lundúnum Þetta var í fyrsta sinn sem Sigfús kom til höfuðborgar breska heimsveldisins. Borgin var illa útleikin eftir loftárásir Þjóðveija í síðari heims- styijöldinni sem hafði lokið aðeins tæpum tveimur árum fyrr og mikill skortur var á ýmsum nauðsynjum. Meðal annars var vöntun á kolum og rafmagn var skammtað daglega. Veturinn 1946-1947 var harður í Bretlandi og fólki var kalt því upphitun húsakynna var nánast engin. Fyrsta verk Sigfúsar var að finna sér hótelherbergi. Hann hafði varla ritað nafn sitt í gestabók hótelsins þegar honum var tilkynnt að nú yrði rafmagnið tekið af næstu Ijórar klukkustundir en starfsmenn myndu kveikja kertaljós í gestamóttökunni. Hann hraðaði sér upp með föggur sínar og fór síðan strax niður aftur. Það stóð heima að þegar hann kom niður í gestamóttökuna slokknuðu öll rafljós og gestir sátu við flöktandi kertaljós. Vinsælasti fólksbíll hérlendis - bíll tuttugustu aldarinnar Þrátt fyrir hrakspár spekinganna varð Sigfús Bjarnason og Árni Gestsson í nóvember 1948 við fyrsta Land-Roverinn sem fluttur var til landsins. Volkswagen bjallan mest seldi og vinsælasti fólksbíll hérlendis í ijöldamörg ár, enda þótt útlit og búnaður væru í grundvallar- atriðum óbreytt i þau fjörutíu ár sem blómaskeið hans stóð. I ljós kom að bjallan hentaði ljómandi vel við íslenskar aðstæður. Hún fór alltaf í gang hvernig sem viðraði. Bíllinn var loftkældur svo ekki fraus í honum kælivatnið og svo var botninn flatur þannig að þegar snjóaði flaut hann einfaldlega ofan á snjónum og fór ýmsar leiðir sem aðrir bílar komust ekki. Og þó að bíllinn hafi þótt ljótur í upphafi var hann bæði ódýr og góður í viðhaldi því vel var til hans vandað. Sigfús gætti þess vel að alltaf væri til nóg af varahlutum í bjölluna eins og raunar öll tæki sem hann hafði á boðstólum og varð Hekla þekkt fyrir það. Sigfús sagði oftsinnis þegar bíla bar á góma: - Hver bíla- tegund er nákvæmlega jafn góð og þjónustan sem á bak við hana er! Þarna gerði hann einkunnarorð Volkswagenverk- smiðjanna að sínum. Ánægja I einkalífinu líka Sigfúsi þótti ekki nóg að starfsmenn hans væru ánægðir í vinnunni, þeir áttu að vera ánægðir í einkalífinu líka. Hann vissi sem var að ef mönnum leið ekki vel heima hjá sér þá gat þeim ekki liðið vel að öllum jafnaði. Stundum brýndi hann fyrir körlunum í Heklu að vera góðir við konurnar sínar, slíkt margborgaði sig. Ef hann hafði grun um að ekki væri allt með felldu heima fyrir átti hann til að segja: - Viltu ekki bjóða konunni þinni út að borða í kvöld? Þú setur það bara á fyrirtækið! H3 Bjöllur tilbúnar til afhendingar snemma árs 1967. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.