Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 98
Bakarameistarinn:
hús matar
Frá opnun Bakarameistarans í Suðurveri,
hefur bakaríið verið vinsælt og þekkt fyrir
frábær brauð og kökur og bakkelsi. Yegna
hinna miklu vinsælda sem verslunin í Suðurveri
naut var opnað bakarí í Mjóddinni og náði það
strax gríðarlegum vinsældum.
„Okkar markmið hefur alla tíð verið það að
vera í fararbroddi hvað snertir góð brauð og
góðar kökur og til þess að svo mætti verða,
hefur alltaf verið notað besta fáanlega hráefni til bakstursins og
valinn fyrsta flokks tækjabúnaður," segir Vigfús Kr. Hjartarson
framkvæmdastjóri Bakarameistarans. „Nú bjóðum við ekki
aðeins kökur og brauð heldur er Bakarameistarinn blanda af
bakaríi, konditoríi, kaffihúsi og skyndibitastað þar sem
áherslan er á létt og heilsusamlegt smurt brauð og brauðrétti
ásamt léttum skyndibita sem fer vel í maga.“
Þeir sem fylgst hafa með bakaríum um
nokkurra áratuga skeið, hafa séð breytingarnar
sem orðið hafa á faginu. I stað franskbrauðs,
normalbrauðs og heilhveitibrauðs, með tilbreyt-
ingunni sem fólst í því að baka formbrauð, hefur
komið gríðarlega mikið úrval af alls konar
heilsubrauði, bragðgóðu og hollu brauði sem
lætur munnvatnskirtlana vinna yfirvinnu. Að
ekki sé talað um kökur, litlar kökur og stórar
kökur og bakkelsi sem er listgrein út af fyrir sig. Mt er þetta
gert af ást og umhyggju, enda segir Vigfús það engu skipta
hvað gert er, matur beri alltaf merki þess hvernig um hann er
hugsað frá upphafi og því hvaða hráefni eru notuð.
„Það er enginn vandi að baka brauð, ef það má vera bara ein-
hvern veginn brauð," segir hann. „Ef hins vegar brauðið á að
vera gott, eða frábært, þarf fyrsta flokks hráefni og umhugsun.“
Það þekkja allir
Bakarameistarann í
Suðurveri sem nú er
einnig í Mjóddinni,
Húsgagnahöllinni
og Glæsibæ.
Á heimsmælikvarða Þegar bakariið í Suðurveri var stækkað
árið 1996, var tækjabúnaður allur endurnýjaður og innréttingar
allar sérhannaðar í Þýskalandi.
„Þetta var gert af þeim glæsibrag að fagmenn í Evrópu
koma í heimsóknir hingað til að skoða og læra. Við höfum
meira að segja fengið gesti frá Ameríku sem hingað koma
gagngert til að skoða tækjabúnað okkar og framleiðslulínu
sem þykir með þeim betri í heiminum í dag. Einnig voru menn
undrandi á því mikla úrvali sem við bjóðum upp á í verslunum
okkar,“ segir Vigfús.
Hollur Skyndibiti í Suðurveri, eins og hinum bakaríunum
þremur, ber talsvert á brauðréttum sem búnir eru til á
staðnum. „Við höfum smátt og smátt þróað ákveðna brauðrétti
eftir því sem viðskiptavinir okkar hafa óskað eftir,“ segir
Vigfús. „Brauðið er alltaf nýbakað og með því er grænmeti og
álegg en þetta er ekki kæft í feitum sósum heldur haft mjög
ferskt. Við höfum einnig þróað heita rétti, beikonbræðinga og
aspasstykki og þetta hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum
okkar sem eru, eins og landsmenn yfirleitt, hættir að kýla sig
út af þungum kjötréttum í hádeginu og vilja léttan og hollan
mat þess í stað.“
Vigfús segir fyrirtækið hafa sett sér ákveðin mark-
mið til 10 ára og að þau markmið séu að nást nú. „Við
erum komnir með ijórar góðar verslanir í Reykjavík
og með því teljum við okkur hafa myndað allgóðan
hring þannig að viðskiptavinir okkar eigi auðvelt með
að koma til okkar, hvar sem þeir búa á svæðinu," segir
hann. „StarfsfóM hefur flölgað úr 26 í 84 á þessum
árum og framleiðslan náð því marki sem við vildum."
JÓMn koma Nú eru jólin á næstu grösum og fyrir
löngu farið að undirbúa þau í Bakarameistaranum þar
sem enskar ávaxtakökur og þýskt stollenbrauð þurfa
sinn tíma.
„Við erum með handgerðar smákökur, konfekt-
stykki og allt þetta sem gerir jólin svo skemmtileg,"
segir Vigfús. „Handverkið er allsráðandi í þessari
vöru sem annarri og alúð lögð í að búa vörurnar til.“
Það er skemmtilegt að finna jólalyktina í
bakaríinu og sjá allt það sem bökurunum dettur í
hug að gera. Þeir sem vilja geta fengið að bragða sitt
lítið af hveiju. S!i
Vigfús Kr. Hjartarson framkvæmdastjóri Bakarameistarans. „Við
bjóðum ekki aðeins kökur og brauð heldur er Bakarameistarinn
blanda af bakaríi, konditoríi, kaffihúsi og skyndibitastað."