Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 9

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 9
Launavernd EF TEKJUR LÆKKA SKYWDILEGA ER ÞAÐ JAFIM ERFITT UIÐFANGS FYRIR ÞÁ SEM HAFA LÁGAR TEKJUR OG FYRIR ÞÁ SEM HAFA HÁAR TEKJUR. ÞAR KEMUR LAUNAUERNDIN INN. Launavernd er ný tegund launareiknings sem Landsbankinn kynnti nýlega og byggir á þeirri reynslu sem bankinn hefur af fjármálum heimil- anna í gegnum tíðina. „Fólk hefur tekið því fegins hendi að láta bankann sjá um að dreifa heildargreiðslubyrði fjölskyldunnar yfir árið í jafnar mánaðarlegar greiðslur. Ef mánaðarlaun falla niður af einhverjum ástæðum getur komið fljótt til alvarlegra vandræða. Tekjuupphæðin sem slfk virðist ekki skipta öllu máli heldur vegur skyndilegur launasamdráttur þyngst. Ef laun lækka skyndilega er það jafnerfitt viðfangs fyrir þá sem hafa lág laun og fyrir þá sem hafa há laun. Þar kemur Launaverndin inn," segir Hermann og leggur áherslu á að með Launa- vernd sé ekki einungis verið að vernda fjöl- skylduna heldur einnig safna í viðbótarlífeyris- sparnað til efri áranna. Slíkt er ný hugsun í íslenskri bankaþjónustu. „Hugsunin i Launavernd er sú að tryggja fjölskyldum áframhaldandi mánaðarlegar greiðslur til framfærslu komi til fráfalls eða alvarlegs sjúkdóms. Fái viðskiptavinur alvar- legan sjúkdóm fær hann mánaðarlega 70% launa sinna í tvö ár. Við andlát er erfingjum greitt mánaðarlega 70% af launum viðskipta- vinar í 7 ár. Þannig tryggir Launaverndin að fjölskyldur geti haldið áfram að standa skil á mánaðarlegum afborgunum þrátt fyrir breyt- ingar á högum. Til viðbótar er svo greiddur út uppsafnaður lífeyrissparnaður við 60 ára aldur eða síðar og þannig aukast tekjurnar á þeim tíma þegar flestir vilja hætta að vinna." Hærri ráðstöfunartekjur í dag „Hingað til hafa landsmenn reynt að tryggja fjárhag fjölskyldunnar með því að kaupa trygg- ingu fyrir einni upphæð með tiltölulega háu ið- gjaldi sem hækkar stig af stigi með tímanum. Með því öðlast menn í raun falskt öryggi því slíkar ráðstafanir eru í flestum tilfellum ófull- nægjandi ef upp koma óvænt áföll. Það er nefnilega ekki alltaf samhengi á milli trygginga- fjárhæðarinnar og þeirra lífsgæða sem menn vilja viðhalda eða þess tíma sem menn þurfa til að aðlagast breyttum forsendum. Með sam- þættingu launareiknings, lífeyrissparnaðar og persónutrygginga hefur okkur tekist að setja saman launavernd sem fjölskyldan getur nýtt sér án þess að skerða tekjur sfnar svo nokkru nemi. Fyrir launavernd greiðir viðskiptavinurinn lágt mánaðargjald sem tekur mið af launum og aldri og hækkar ekki yfir samningstímann. Að öðru leyti er launaverndin fjármögnuð í gegnum I ífeyrissparnaðinn. “ Landsbankinn Banki allra landsmanna SÍMI: 410 4000 ‘ www.landsbanki.is Áuinningur fyrir þjóðfélagið í heild Hermann segir að Landsbankinn sjái sér hag í að bjóða Launavernd m.a. til þess að minnka áhættu á vanskilum og útlánatöp- um. „Við högnumst nefnilega ekki á fjár- hagslegum erfiðleikum fólks eins og margir halda, heldur töpum við á þeim. Við sjáum það á fólki sem lendir í greiðsluerfiðleikum að mjög margir eru ótryggðir og geta ekki mætt mánaðarlegum útgjöldum þegar áföll dynja yfir. Fólk hefur hreinlega ekki efni á sjúkdóma- eða líftryggingum eða viðbótarlíf- eyrissparnaði. Þess vegna er mikilvægt að geta tryggt sig og fjölskylduna án þess að minnka ráðstöfunartekjurnar. Boginn er oft hátt spenntur hjá fjölskyldum og fjárhags- erfiðleikar heimila sem lent hafa í áföllum vegna fráfalls eða veikinda eru ein af erfið- ustu málum sem starfsmenn bankans þurfa að koma nálægt. Við teljum einfaldlega að með Launavernd séum við með eitthvað fyrir alla. Viðskiptavinirnir, bankinn og þjóð- félagið í heild njóta ávinningsins. Lands- bankinn vill að fólk njótl fjárhagslegs örygg- is í dag á meðan það byggir upp fjárhags- legt öryggi fyrir eftirlaunaaldurinn.“B3 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.