Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 15
Jón Ólafsson athafnamaður og Jónas R. Jónsson, umboðs- maður íslenska hestsins. Jón Ólafsson og Sigurjón Sighvatsson, athafnamaður í Hollywood. Jón Olafsson fimmtugur Jón Ólafsson, athafna- maður og fv. eigandi Norðurljósa, átti fimm- tugsafmæli nýlega og hélt af því tilefni heilmikið hóf á Hótel Borg þar sem hann bauð helstu samstarfs- mönnum sínum í gegnum tíðina. Eins og sjá má á með- fylgjandi myndum var glatt á hjalla í boðinu og margir tón- listarmenn stigu á stokk. ffl Jón Axel Ólafsson viðskiptafræðingur, Magnús Kristjánsson, markaðsstjóri hjá Fróða, Jónas R. Jónsson, umboðsmaður hestsins, og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður í Hollywood. Allir voru þeir samstarfsmenn Jóns á Stöð 2. Jón Ólafsson tekur á móti Helga Björnssyni söngvara. Wflnað S fisbifodinp Askriftarsími: 512 7575 Búverndarkostnaaurinn hér heima, 15 milljarðar króna 2003, nemur nærri 2% af landsframleiðslu. ... Til við- miðunar er skerfur landbúnaðarins til landsframleiðslunnar 1,4%. Með öðrum orðum: búverndin, þótt hún sé vanmetin, kostar meira en landbún- aðurinn skilar til þjóðarbúsins. Porvaldur Gylfason ÍBúvernd: er loksins að rofa til?). En einna undursamlegust er þó útrás íslenskra fyrirtækja á erlendan markað sem þau hafa nú óheftan aðgang að. Ég hef stundum haft á orði að ísland væri of lítið fyrir heilabú og athafnaþrá íslendinga. Hagvöxtur á íslandi næstu árin er tryggður með miklum orku- framkvæmdum en til langframa kæmi ekki á óvart þótt afrakstur af erlendri starfsemi tæki við af þeim sem tekju- lind. Guðmundur Magnússon (Áfram veginn). Tvenns konar áhersluþættir eru uppi núna um farsælan vöxt og viðgang fyrirtækja; annars vegar að vaxa út frá kjarnastarfsemi og hins vegar að breytast í takt við markaðinn. Stjórn- endur þurfa að huga að hvoru tveggja; þeir þurfa að leggja áherslu á það sem þeir gera vel og byggja á þvf en um leið taka púlsinn á því sem gerist á markaði og bregðast við eftir bestu getu. Magnús luar Guðfinnsson (Á milli lífs og dauða í fyrirtækjarekstri). Enn ein afleiðing aðskilnaðar eignar- halds og yfirráða er það sem Berle og Means kölluðu „pýramída-fyrirkomu- lag“. Pað felst í því að ráðandi hlut- hafar eða stjórnendur t fyrirtæki geta notað fyrirtækið til þess að kaupa i öðru fyrirtæki og komast þannig í ráð- andi stöðu innan þess og svo jafnvel koll af kolli. Þetta fyrirkomulag þarf ekki að kynna hér á landi því sennilega er óvíða hægt að finna meiri sérfræðinga í þessum leik. Eyþór Ivar Jónsson (Eignarhald og yfirráð). 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.