Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 27

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 27
FORSÍÐUGREIN: FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTIN VERNDUN FISKISTOFNA ÞOKKALEGUR ÁRANGUR. Fiskistofnarnir hafa ekki hrunið, en þeir hafa ekki stækkað. Kvótakerfið var sett á til að vernda fiskistofnana og hamla gegn ofveiði. Það hefur tekist þokkalega - en varla meira en svo. Vandinn er sá að ekki hefur tekist að byggja fiskistofnana upp. Árið 1981 veiddi flotinn 460 þúsund tonn af þorski við Island. Þorsk- veiðin var komin niður í 307 þúsund tonn árið 1991 þegar Viðeyjarstjórn Davíðs tók við. Hún varð enn að draga saman Þorskveiði á fslandi 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 seglin og minnka veiðina jafnt og þétt á hverju ári. Árið 1995 var þorskveiðin komin niður í 203 þúsund tonn. í fyrra voru veidd 206 þúsund tonn af þorski. Aðrar tegundir, eins og ýsa, ufsi, karfi og grálúða hafa heldur ekki náð sér á strik á tímabilinu. Eftir stendur svo sjálf auðlindaumræðan; hvernig hægt sé að tryggja að fiskurinn sé eign allra Islend- inga en ekki kvótakónganna; útgerðanna í landinu, og að þjóðin fái beinar tekjur af auðlindinni. Fyrirhugað auð- lindagjald er fyrsta skref. Fiskiskipaflotinn er enn of stór og afkastamikill. Hagur atvinnugreinarinnar er aðeins viðun- andi. Skuldir útgerðarinnar eru miklar. Þó hefur náðst hag- ræðing með sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja og að leyfa útgerðum að kaupa og selja kvóta. TEKJUDREIFINGIN í ÞJÚÐFÉLAGINU MEIRI ÓJÖFNUÐUR - EN ALLIR RÍKARI! Ekki fer á milli mála að hinir ríku hafa orðið ríkari á Islandi síðustu árin - ekki síst eftir að hlutabréfabréfamarkaðurinn varð virkur upp úr miðjum síðasta áratug. En eftir stendur þetta: Allir hafa það betra. Ut á það gengur frjálst markaðshagkerfi. Kakan stækkar og allir fá stærri sneið - þótt sneiðarnar séu misstórar. Hagvöxtur hefur verið mikill. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna hefur aukist verulega og þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem gerist í heiminum. Bilið á milli ríkra og fátækra á Islandi er ekki jafnmikið og víða annars staðar - en það er þó að breikka. Bilið á milli tekna forstjóra og verka- manns er meira en áður var. Ofurlaun forstjóra hafa verið mjög í brennideplinum. Ekki aðeins hér á landi. Alls staðar. Um þetta hefur t.d. verið eldheit umræða í Bandaríkjunum um árabil þar sem 5% þjóðarinnar eru ofurrík og eiga obbann af auðlindum og fyrirtækjum landsins. Umræðan um bilið á milli ríkra þjóða og fátækra er af sama meiði. Síðustu misserin hefur umræðan hérlendis snúist í mun ríkara mæli um viðskiptablokkirnar og völd þeirra í íslensku samfélagi. Þessum samsteypum hefur íjölgað og völd hverrar fyrir sig eru því minni en áður var. SD 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.