Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 31

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 31
Þeir sem þekkja Halldór eru ófeimnir að játa að hann sé skapríkur maður og stundum sé stuttur í honum þráðurinn. FV-myndir: Geir Ólafsson vart hægt að hugsa sér einlægari og betri vin. Þeim sem kynnast Halldóri fer að þykja ofboðslega vænt um hann,“ segir Ingibjörg. I viðtölum við nokkra samferðamenn og vini Halldórs er dregin upp mynd af viðkvæmum manni sem er alls ófeiminn við að tjá tilfinningar sínar. „Opinn, heiðarlegur og hreinskil- inn, bæði í samskiptum við aðra og þegar hann talar um sjálfan sig. Hann getur alveg rætt hlutina á persónulegum og viðkvæmum nótum,“ segja þeir sem þekkja Halldór. Katrín Ásgrímsdóttir, yngsta systir Halldórs og garðyrkju- bóndi á Egilsstöðum, segir hann hafa verið fluttan að heiman þegar hún komst til vits og ára en þau hafi alltaf haft gott samband. „Við hittumst kannski ekki oft en hann hefur reynst mér mjög vel. Þegar ég var erlendis í námi sendi hann mér bréf, bækur og fleira, eitthvað sem alls ekki er sjálfsagt. Þegar ég gekk í gegnum hremmingar í pólitíkinni hér eystra studdi hann mig og leiðbeindi mér. Halldór er mjög velvilj- aður og það er gott að eiga hann að.“ 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.