Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 34
Uörumerking er prentfyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 42 ár. Karl
Jónasson stofnaði fyrirtækið og er enn starfandi við það. Sonur hans,
Karl M. Karlsson, er framkuæmdastjóri þess og þriðji ættliðurinn og
alnafni föður síns, Karl M. Karlsson, starfar einnig við fyrirtækið. fllls
starfa tuttugu manns hjá Uörumerkingu.
Vörumerking hafði strax mikla sér-
stöðu á prentmarkaðnum og hefur
það enn í dag. Á fyrstu árum var
framleiðslan að mestu áprentuð
límbönd, fólíur og ýmislegt annað
sem hafði ekki áður verið prentað
hér á landi. ( gegnum tíðina hefur
Vörumerking þróað starfsemi sína,
fylgst með tækninýjungum og er nú
að fá til landsins nýja og fullkomna
tólf lita prentvél, sem er sú eina
sinnar gerðar hér á landi, prentvél
sem gerir fyrirtækið enn hæfara til
að þjóna viðskiptavinum sínum en
áður. Einnig verður sett upp korta-
verksmiðja sem hefur getu til að
framleiða öll plastkort. Þess má til
gamans geta að ef öll tæki í korta-
verksmiðjunni yrðu sett í eina röð
þá myndi framleiðslulínan vera um
50 metra löng.
Vörumerking hefur lengi verið til húsa að Bæjarhrauni 20 í
Hafnarfirði. Með tilkomu nýju framleiðslutækjanna þurfti að finna nýtt
og hentugt húsnæði. Eftir leit fannst hentugt húsnæði í næsta
nágrenni, að Bæjarhrauni 24.
Flettilímmiðar
„Við vorum búnir að sprengja allt utan af
okkur og hefðum aldrei komið nýju fram-
leiðslutækjunum inn í núverandi húsnæði. Um
er að ræða fjölhæfa prentvél sem eykur fjöl-
breytni okkar gífurlega. Vélin á fyrst og
fremst að fara í merki, miðaframleiðslu og
prentun svokallaðra flettilímmiða [booklet
labels), sem ekki hefur verið hægt að fram-
leiða hér á landi áður. ( heild eru fáir aðilar í
heiminum sem framleiða slíka miða, sem
sífellt fleiri vöruframleiðendur eru að taka í
notkun," segir Karl M. Karlsson, framkvæmda-
stjóri Vörumerkingar.
Karl segir að fyrirtækið verði í raun að
nokkru leyti að búa til markaðinn fyrir flettilím-
miðana: „Þar sem engin prentvél hefur verið til
staðar hér á landi, sem getur sinnt þessari
prentun, og erlendir aðilar hafa ekki boðið þessa
þjónustu, þá hefur litið verið um slíkt hingað til,
en notkun slíkra miða er alltaf að aukast, enda
kostirnir margir. Með nýju vélinni og endur-
34
KYNNING