Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 43
VIBTAL RÓBERT MELAX SKIFAN OG FARMA I LITHAEN Við erum í áframgír! Róbert Melax hefur ekki setið með hendur í skauti síðustu árin. Hann stofnaði lyfja- búð þegar sá rekstur var gefinn ftjáls, seldi hana síðan og keypti Skífima - öllum að óvörum. Hann hefiu* líka tekið þátt í að byggja upp apótekakeðju í Iitháen. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Þetta er fínt verkefni Jyrir íslenskt fyrirtæki. Ibúar á markaðnum eru 10 sinnum fleiri en Islendingar og lytja- markaðurinn er þrefaldur á við þann íslenska þannig að þetta er mjög hæfilegt verkefiii fyrir okkur Islendinga að fást við. Það er gríðarlegur hagvöxtur í Utháen. Eftir að landið varð sjálfstætt árið 1991 var hægur hagvöxtur fyrstu tíu árin en undanfarin tvö til þrjú ár hefur gengið mjög vel og núna er þar mesti hagvöxtur í Evrópu, eða 9 prósent. Utháen gekk í Evrópusambandið 1. maí sl. Hagsæld var áður mest í Eisdandi, svo í Lettlandi og minnst í Utháen, en Utháar eru nú komnir fram úr Lettum í hagvexti þannig að efnahagsmálin ganga mjög vel,“ segir Róbert Melax, stjórnarfor- maður Skífunnar og einn af eigendum apóteka- keðjunnar Farma í Utháen. „Það er talsvert öðruvísi að vera með viðskipti þarna úti en hér heima. Upphaflega var hugmyndin að vera með Lyfjukonsept. Af tveimur ástæðum hentaði það alls ekki. Annars vegar er ekki hefð fyrir því að verslað sé með annað en lyf í apótekum og hins vegar eru þeir sem eru í sam- keppni við apótekin um aðra vöru komnir lengra í þróun smásöluverslunar þannig að við fórum fljótlega í það að vera bara með tiltölulega hreina lyfjasölu í apótekum Farma,“ segir Róbert. Fjárfestingin í Litháen er gerð í gegnum Litis ehf. sem er í eigu Lífs hf. að hálfu, en Róbert Melax og Ingi Guðjónsson Keyptu ríkisrekið apótek Róbert leiddi Farma-útrásina í Utháen þar til fyrir ári síðan að Sigurður Ivarsson tók við og nú nýlega tók Sturla Geirsson við af Sigurði. Róbert segir að hugmyndin um að heija rekstur svona lyfla- keðju í Utháen hafi fæðst árið 2000 hjá tveimur starfsmönnum Lífs, m.a. Sigurði. Uf hafði verið með starfsemi í Utháen undir nafninu Ilsanta í þó nokkur ár þegar hugmyndin kviknaði og ýtti það enn frekar undir það að Litháen yrði fyrir valinu, fremur en t.d. Eistland eða Lettland, enda erfitt að byija viðskipti í nýju landi þegar menn eru að fara þar inn í fyrsta skipti. Strax árið eftír var hafist handa og keypt ríkisrekið apótek í Vilnius. Þetta var eitt af síðustu ríkis- reknu apótekunum sem voru seld og varð það grunnurinn að útrás Lyiju undir nafni Farma. Apótek Farma Farma-apótekin í Litháen eru um 15 í dag. Fyrr á þessu ári tók Farma yfir tvö fyrirtæki með fimm apótek samtals. Verið er að semja um kaup á 16 apótekum, auk þess sem búið er að semja um opnun á hátt í níu apótekum í vetur. Meðalvelta apóteka í Litháen er um 25 milljónir króna á ári. Apótekin eru einkum í tveimur stærstu borgunum, Vilnius og Kaunas, en búast má við að þau verði víðar í framtíðinni. Starfsmenn eru um 100 talsins í 15 apótekum. eiga sinn fjórðunginn hvor. Helsta vandamál keðjunnar hefur verið að fá góða staðsetn- ingu fyrir apótek því að það skiptir mestu máli á þessum markaði. „Það virðistþó nokkuð vera að rætast úr því. Við hófum samstarf við Litháa sem vinnur við fasteignaþróun og eigum með honum félag, Apoteka Herbaria, sem nú er með sex apótek og ljögur apótek verða opnuð á þessu ári. Þar sem við- unandi vöxtur hefur ekki náðst með nýjum staðsetningum og innri vexti höfum við á þessu ári hafist handa við að kaupa upp eldri apótek. Fyrr á þessu ári keyptum við tvö fyrirtæki með fimm apótekum og nú standa yfir samningar á tíu apótekum 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.