Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 45
VIÐTAL ROBERT MELAX
- Hvað er það sem Litháar hafa fram yfir Eistlendinga og
Letta?
.Ástæðan fyrir því að það er ekki eins spennandi að vera með
útrás inn í Eistland og Lettland er sú að í Eistlandi er þessi
þróun í keðjumyndun og samþjöppun miklu lengra komin og
mjög langt í heildsölunni. í Lettlandi er þessi þróun styttra
komin. Þar er hinsvegar kvóti á apótekum. Til að opna nýtt
apótek verður að loka apóteki annars staðar. Það þýðir að þau
kauptækifæri sem voru fyrir hendi voru ekki það spennandi
að við vildum grípa þau.“
Skífan skemmtileg „forretning“ sú frétt vaktí atiiygii í sumar
að Róbert Melax væri búinn að kaupa Skífuna í samstarfi við
Sverri Berg Steinarsson, annan tveggja eigenda Noa Noa og
Next í Kringlunni. Róbert hafði þá nýlega selt síðasta hlut sinn
í Lyfju og var farinn að leita sér að nýjum Jjárfestingatækifær-
um. Þá kom nafn Skífunnar upp á borðið enda bæði stórt,
skemmtílegt og spennandi fyrirtæki. Róbert brosir þegar hann
ritjar upp að 95 ára amma konunnar sinnar hafi sagt þegar hún
fékk fréttirnar: „Er þetta ekki miklu skemmtílegri forretning en
lyfin?“ „I Skífunni er hraðinn miklu meiri og hlutírnir eru ekki
eins formfastír og í lytjunum. Lyfin eru nánast hálfopinber geiri
þar sem yfirvöld ákveða álagningu o.s.frv. í Skífunni er maður
kominn á hinn endann. í afþreyingunni er alltaf eitthvað nýtt,
spennandi og skemmtílegt að gerast."
Skífan er fyrirtæki sem stendur á mörgum fótum og margs
konar mismunandi rekstur innan fyrirtækisins, t.d. bíórekstur,
tónlistarútgáfa, rekstur hljóðvera, heildsala á tónlist, tölvu-
leikjum og DVD. I verslunarhlutanum eru Skífuverslanirnar,
BT-búðirnar, Office 1, Sony Center og Hljóðfærahúsið. Veltan
nemur um 5 milljörðum á þessu ári. Sverrir er forstjóri Skíf-
unnar og segir Róbert að þeir komi báðir úr verslunargeir-
anum. „Við sjáum töluvert mikið af tækifærum í því að gera
betur. Skífan er frá fornu fari heildsölufyrirtæki með heildsölu-
menningu. BT stendur á hinn bóginn traustum fótum á sviði
lágvöruverðsverslunar enda hugmyndin sótt tíl Best Bay í
Bandaríkjunum. Eftir sameininguna við BT um síðustu áramót
felast tveir þriðju hlutar starfseminnar í smásölu og þar er mikið
af spennandi tækifærum tíl að gera betur. Office 1 er t.d. vöru-
merki sem ég tel að hafi mikla framtíð fyrir sér. Markaðshlut-
deildin er ekki mikil og því
mikil vaxtartæki-
færi. Innkaupa- Á
kerfi Office 1
gerir okkur
mögulegt að
kaupa inn
mikinn tjölda
vörutítla á mjög hag-
stæðu verði frá einum
birgi. Office 1 hefur skapað sér
sterka stöðu á skólamarkaði og nú á að blása ^
til sóknar á fyrirtækjamarkaði."
Litháen
í Litháen búa 3,4 milljónir manna. Þar af eru 9 prósent Rússar og 8
prósent Pólverjar. Stærstu borgirnar eru Vilnius, þar sem búa 600 þúsund
manns, og Kaunas með 500 þúsund íbúa.
Stærsta smásölukeðjan er Vilnius Prekyba sem er með nokkur
vörumerki, þar á meðal stærstu lyfjakeðjuna. Hún hefur
líklega yfir 20% markaðshlutdeild.
Margir Þjóðverjar og Norðurlandabúar
eru að hasla sér völl í apótekarekstri
Litháen.
- Hvernig sérðu jyrir þérframtíð Skíjunnar?
„Fyrirtækið er tvöfalt stærra en það var í ársbyijun fyrir sam-
runann við BT. Fyrstu verkefni stjórnenda eru að gera þetta
að einu fyrirtæki og nýta þau hagræðingar- og sóknartæki-
færi sem af þessum samruna skapast. Hagræðingartækifærin
eru mörg en það stærsta er sennilega fólgið í að sameina
vörudreifingu fyrirtækisins undir einn hatt. Upplýsingakerfi
félagsins er í tveimur kerfum og augljóslega hagræði í að
flytja öll umsvifin í eitt kerfi. Fyrirtækið hefur verið undir
mikilli pressu með peninga um langt skeið. Skífan var inni í
Norðurljósum þar sem alltaf vantaði peninga og þeir teknir í
annað svo að það var lítið hægt að nýta tækifæri sem gáfust tíl
nýrra hluta. Sama gilti um BT sem var inni í Tæknivali. Við
ætlum því að koma með ýmsar nýjungar sem ekki hefur verið
hægt að nýta áður. Hins vegar eru ekki fyrirhugaðar neinar
stórar breytingar á rekstri Skifunnar.“
Klárlega langtímaverhefni Róbert segir að þegar búið verði
að ná utan um reksturinn hér á íslandi verði spennandi að
skoða möguleikann á því að flytja til útlanda þá þekkingu sem
er innan fyrirtækisins. Þar séu nokkur tækifæri sem gaman
væri að skoða, t.d. útflutning á íslenskri tónlist, rekstur kvik-
myndahúsa eða eitthvað af þeim vörumerkjum sem fyrir-
tækið er með í smásölunni. Ekki komi tíl greina að fara í út-
rás með Skífuna í heild en skoða rnegi ákveðna rekstrarþætti
sem fyrirmynd á erlendri grundu. Þetta gerist örugglega ekki
fyrr en eftir eitt tíl tvö ár. Markaðurinn í Austur-Evrópu sé
mjög spennandi í því sambandi, sérstaklega fyrir verslunar-
og kvikmyndahúsarekstur enda komin ákveðin reynsla af því
markaðssvæði innan fyrirtækisins í gegnum Róbert og
Farma.
„Markmiðið þessa mánuðina er fyrst og fremst að ná
utan um reksturinn. Við erum nýkomnir að þessu og okkar
markmið er bara að gera reksturinn skilvirkari. Sameining
átti sér stað í byrjun þessa árs og slíkt tekur alltaf talsverðan
tíma þannig að ég ætla okkur alveg ár til þess að klára þessa
sameiningu og gera fyrirtækið straumlínulagað. í við-
skiptum gerast hlutirnir hratt. Við komum að sjálfsögðu til
með að vera með augun opin og grípa þau tækifæri sem
gefast. Þegar maður er að reka fyrirtæki þá leitast maður við
að stækka það. Það er annaðhvort að vera í áframgír eða
bakkgír, ekkert þar á milli. Við erum í
áframgírnum.“
- Eru kauþin á Skíf-
unni nokkurs
konar millileik-
ur?
^„Nei. Þetta er
alveg klárlega lang-
tímaverkefni og enginn
millileikur. Það liggur ljóst
fyrir.“S!i
45