Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 56
Forstjórasaga
10 stórfyrirtækja
Hér birtíst forstjórasaga tíu stórra fyrirtælq’a sem öll hafa verið mjög áberandi í íslensku atvinnulífi.
Reynt eftir föngum að segja stuttlega frá því hvað einkenndi stjórnartíma hvers og eins.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson og Páll Stefánsson
SÍF
Tólf menn hafa gegnt starfi framkvæmdastjóra eða forstjóra
hjá SÍF á rúmlega 70 ára starfsaldri félagsins og hafa þeir
gjarnan gegnt því tveir eða þrír samtímis nema síðasta ára-
tuginn eða rúmlega það. Þessir menn eru:
Kristján Einarsson 1932-1962
RlCHARD Thors 1932-1936
ÓLAFUR ProppÉ 1932-1947
THOR Thors 1936-1940
Helgi Þórarinsson 1947-1978
JÓHANN Þ. JÓSEFSSON 1950-1952
Friðrik PÁLSSON 1978-1985
Valgarð J. Ólafsson 1978-1985
Magnús Gunnarsson 1986-1993
Sigurður Haraldsson 1992
Gunnar Örn Kristjánsson 1994-2004
Jakob Ó. Sigurðsson 2004-
Helgi Þórarinsson er sá sem lengst hefur gegnt starfinu eða í
32 ár. Samtíða honum var Jóhann Þ. Jósefsson sem leysti hann
af um tveggja ára skeið í byijun sjötta áratugarins. Kristján Ein-
arsson kemur næstur Helga með sín samfelldu 30 ár í stólnum.
Hann tók við starfinu strax eftir stofnun SÍF 1932 ásamt Ólafi
Proppé og Richard Thors. Þessir menn gegndu starfinu áfram
næstu árin nema að Thor Thors tók við af Richard, bróður sín-
um, 1936. Friðrik Pálsson og Valgarð J. Ólafsson voru fram-
kvæmdastjórar saman en eftir það var framkvæmdastjórinn
bara einn, fyrst Magnús Gunnarsson, svo Sigurður Haraldsson
sem leysti Magnús af í eitt ár, þá Gunnar Örn Kristjánsson og
loks núverandi forsljóri, Jakob Ó. Sigurðsson.
Þegar SIF voru mynduð var saltfisksalan í vörn og var svo
allan Jjórða áratuginn. Fór því fram mikil markaðsleit utan Mið-
jarðarhafslandanna. A stríðsárunum missti SIF hlutverk sitt og
þurfti að vinna upp markaði eftir stríðið. Um og upp úr 1960
Gunnar Örn
Kristjánsson.
Jakob O. Sigurðsson.
Magnús
Gunnarsson.
styrktust fiskviðskipti íslendinga og var
byggt upp samskiptanet og góð sam-
bönd, ekki síst við Miðjarðarhafsríkin. Á
valdatíma Friðriks og Valgarðs urðu
miklar breytingar á framleiðsluháttum,
saltfiskurinn varð lúxusmatur og losnaði
um þær hömlur sem Fiskmat ríkisins
hafði haft. Níundi áratugurinn var ára-
tugur útrásar. Á tíma Magnúsar áttu sér
stað fyrstu eignakaupin erlendis, keypt
var verksmiðja í Frakklandi og byggt upp net skrifstofu- og um-
boðsmanna. SIF leitaði nýrra leiða, t.d. í dreifingu og vinnslu.
Starfstími Gunnars Arnar einkenndist helst af markaðsvæð-
ingu og djarfri útrás.
Islandssíld var stofnuð sem arftaki Síldarútvegsnefndar um
Friðrik Pálsson.
56