Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 72
Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, er aldavinur Tony Blairs. Fremur stirt er á milli þessa gamla tvíeykis. Brown er sagður
telja dagana þar til hann tekur við forsætisráðherrastólnum.
ÁTÖK GAMALLA FÉLAGA
Gordon Brown vill stól Blairs
Cherie Blair sótti Island heim á dögunum. Hún hefur eðlilega ríkan metnað fyrir hönd mannsins síns,
Tony Blair, og gaf sjálf upp pólitískan feril þegar eiginmaðurinn komst á skrið. En það er sótt að Blair
heima f>rir. Sá sem það gerir er gamall vinur þeirra hjóna, Gordon Brown flármálaráðherra.
Efitír Sigrúnu Davíðsdóttur í London
Gordon Brown ætlaði að verða skoskur prestur eins og
pabbinn. Hann fékk ekki forsætisráðherrann í magann
fyrr en hann komst á táningsaldurinn. Meðan Tony
Blair var bara venjulegur táningur og lék sér í Edinborg var
Gordon Brown heima á prestsetrinu að æfa innsetningar-
ræðu sína sem forsætisráðherra. Og hann hefur endurskrifað
hana og æft síðan.
I upphafi stjórnmálaferilsins var alltaf talað um Brown og
Blair, eða Gordon og Tony meðal félaganna, svo Tony og
Gordon. Stóra spurningin í breskum stjórnmálum er hvort
pólitíska tvíeykið leysist nokkurn tíma upp og Gordon fái að
halda ræðuna góðu.
Skotar eru útkjálkaþjóð eins og Islendingar og Brown gæti
alveg verið íslenskur stjórnmálamaður. Hann fiíkar ekki
tilfinningum sínum eins og nú er í stjórnmálatísku. Presturinn
faðir hans var næstum í dýrlingatölu meðal sóknarbarna og
Brown og bræður hans tveir ólust upp við eldheitar ræður hans
á hverjum sunnudegi.
Brown er ekki Pilsa-Skoti Það sem helst varpar tilfinninga-
slikju á Brown er þegar hann ræðir um föður sinn en nú á
hann líka son, sem veitir honum tilfinningaútrás. Brown er
ekki pilsa-Skoti eins og Karl Bretaprins - Brown gengur alltaf
í dökkurn jakkafötum, en hreimur og fas er skoskt. Bak-
grunnurinn skýrir djúpa félagslega réttlætiskennd hans.
Aberandi ívaf í skosku kirkjunni er sterk réttlætiskennd, ekki
bara trúarleg, heldur líka félagsleg.
Tvíeykið Brown og Blair er svo samannjörvað að það er
erfitt að íjalla um annan án þess að nefna hinn. Brown fæddist
1951, Blair 1953. Margaret Thatcher varð forsætisráðherra
1979, Blair og Brown voru kosnir á þing 1983 og deildu
skrifstofu í þinginu. Brown varð fljótt leiðtogi yngri þing-
manna, bæði sökum einstakrar elju og af því að hann er hugs-
uður og gruflari.
Blair og Brown alltaf saman Tony og Gordon voru alltaf
saman, hugsuðu saman - eða kannski frekar að Brown hugsaði
72