Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 78
Hilmar Már Aðalsteinsson, markaðsstjóri erlends markaðar, Elmar Freyr Vernharðsson, markaðsstjóri innlends markaðar,
Hermann Sigursteinsson framleiðslustjóri, Þórarinn Elmar Jensen forstjóri, Gestur Már Þórarinsson fjármálastjóri, Markús
Örn Þórarinsson, forstöðumaður erlendrar starfsemi. Myndir: Geir Ólafsson
Útivist í tísku!
Sjóklæðagerð, vinnufatnaður og útívistarfatnaður. Þannig hefur þróunin verið
hjá 66° Norður sem í dag flokkast sem tískufatnaður í hæsta gæðaflokki.
Fatnaðurinn sem Islendingar snobba fyrir. Flott merki.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Allir muna eftir sjóhöttunum stóru og sterku á sjöunda ára-
tugnum og allir kannast við Kraftgallana og flispeysurnar
sem annar hver íslendingur hefur klæðst síðustu árin.
Margir þekkja Vinyl-glófann sem 66°Norður hefur framleitt í
45 ár fyrir íslenska sjómenn en færri þekkja sögu Sjóklæða-
gerðarinnar hf. - 66° Norður. Sjóklæðagerðin var stofnuð af
Hans Kristjánssyni frá Súgandafirði og fleirum í Reykjavík árið
1926. Arið 1966 sameinuðust verksmiðjurnar Max hf. og Sjó-
klæðagerðin hf. og framleiddi sameinað fyrirtæki sjó- og regn-
fatnað, vinnufatnað og almennan útivistarfatnað fyrir íslenskan
markað. I verksmiðjunni störfuðu nokkuð á annað hundrað
manns þegar flest var. Árið 1977 skildu Sjóklæðagerðin og
Max að skiptum og urðu keppinautar á markaðnum fram til
1997 að fyrirtækin sameinuðust á ný.
Þórarinn Elmar Jensen, framkvæmdastjóri 66° Norður, kom
inn í fyrirtækið árið 1966, þegar Verksmiðjan Max keypti þáver-
andi starfsemi Sjóklæðagerðar Islands hf., og hefur verið
starfandi þar síðan. Hann og fjölskylda hans eiga fyrirtækið.
Tveir synir Elmars, Gestur Már og Markús Örn Þórarins-
synir, hafa starfað með honum í fyrirtækinu sl. 30 ár. Aðrir
starfsmenn síðustu ára við stjórnun eru Hermann Sigur-
steinsson framleiðslusljóri, Hilmar Aðalsteinsson, markaðs-
stjóri útflutnings, og Elmar Freyr Vernharðsson, markaðs-
stjóri innanlandsmarkaðar. Þórarinn E. Þórarinsson, einnig
sonur Þórarins Elmars, stýrir Silkiprentsdeild.
Sársaukaríh ákvörðun Islenskur fataiðnaður átti í erfið-
leikum á seinni hluta tíunda áratugarins og það gilti líka um
66° Norður þegar fyrirtækið var með framleiðslu á fimm
stöðum á landinu og yfir 200 manns í vinnu. Aukin samkeppni
var frá nýfrjálsum Balkanlöndum og samskonar vörum inn-
fluttum frá Austur-Asíulöndum og var af þeim sökum ákveðið
að flytja framleiðsluna til Lettlands því að þessi samkeppni var
farin að skapa fyrirtækinu veruleg rekstrarvandræði. Keypt
var 3.000 fermetra húsnæði í „rússnesku ástandi“ og það gert
upp. Markús Örn stýrði meðal annarra uppbyggingunni í
Lettlandi. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld eða sársaukalaus
en var nauðsynleg og tekin á réttum tíma. Um sama leyti og
flutt var af Skúlagötu 51 í Reykjavík í nýtt, eigið húsnæði í
Garðabænum var framleiðslan flutt til Lettlands. í verksmiðju
okkar þar vinna nú um 160 manns og er fyrirhuguð fram-
leiðsluaukning í nýrri verksmiðju á næstu mánuðum. I fyrir-
tækinu á Islandi starfa
Fataiðnaðurinn er óneitanlega
á einum erfiðasta markaði í
heimi, vegna mikillar offram-
leiðslu. Þórarinn Elmar telur
lykilinn að góðu gengi við þær
aðstæður vera góða hönnun,
stöðuga þróun og mikil gæði.
nú um 80 manns,“ segir
Þórarinn Elmar Jensen.
Utflutningur til Banda-
ríkjanna útflutn-
ingur 66°Norður á sjó-
fatnaði hófst fyrst á
níunda áratug síðustu
78