Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 86

Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 86
Fyrir utan skrifstofur American Express. Sigríður er með skrifstofu á 14. hæð og sér yfir Suður-Kína- haf en Singapúr hefur eina stærstu höfn í heimi. inum skipt upp í nokkra hluta, í fyrsta lagi í Bandaríkin, Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku, í öðru lagi Asíu og í þriðja lagi í Suður-Ameríku og Kanada. Bandaríski markað- urinn er langstærstur enda er American Express bandarískt fyrirtæki og höfuðstöðvar þess í New York. I Singapúr er stór markaðsskrifstofa sem sér um allt markaðssvæðið sem Sigríður vinnur á. „Hlutverk mitt er að safna upplýsingum frá hverju markaðssvæði, vita hvað virkar og hvað ekki og deila því svo með starfsmönnum á þessum mörkuðum svo að þeir geti nýtt sér þessa vitneskju. Jafnframt er ég í nánu sambandi við teymið á skrifstofunni í London. Það hefur allan heiminn sem vinnusvæði og fær alltaf bestu upplýsingar um það hvað hefur verið prófað og hvað ekki og hvað hefur reynst best. Innan fýrirtækisins er mjög sterkt upplýsingaflæði og við deilum þessum upplýsingum hvert með öðru.“ Stöðuhækkun að koma hinyað Sigríður er í talsverðum ferðalögum í starfi sínu og ferðast reglulega um markaðs- svæðið. Hún fer að jafnaði árlega til London þar sem hún hittir þá sem sjá um markaðsmálin fýrir utan Bandaríkin. Hún segist hafa mikla ánægju af þessu starfi og hafi því hugsað sér að vera í því í að minnsta kosti eitt til tvö ár í viðbót. Kerfið innan American Express virki þannig að viðkom- andi starfsmaður þurfi að sækja um flutning með því að sækja um nýtt starf og þurfi þá að fara í gegnum umsóknarferilinn og viðtöl eins og allir aðrir umsækjendur. Ekki sé víst að hann fái flutning þó að hann sæki um það. „Það var stöðuhækkun fýrir mig að koma hingað frá Ástralíu og mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Við höfum hugsað okkur að vera hér næstu eitt til tvö árin. Fyrir mig persónulega er Singapúr ekki staður til að setjast að til langframa, frekar á íslandi eða í London. Maður- inn minn starfar hjá svissneskum hótelskóla og sér um markaðssetningu í Asíu svo að við munum skoða í samein- ingu hvert við förum næst,“ segir hún. Sigríður segir mjög ólíkt að búa í Ástralíu og Singapúr. „Það voru töluverð viðbrigði að flytja hingað. Hér er 32 stiga hiti og raki allt árið um kring. Við erum alveg á miðbaug og því eru engin árstíðaskipti. Það venst og manni finnst ósköp notalegt að hafa sólina og geta verið á sandölum komandi frá íslandi. Singapúr er mjög þægileg borg, hér er allt snyrtilegt og skipu- legt Það er auðvelt að flytja hingað því hér virkar allt og auðvelt að komast inn í hlutina. Við höfum mest samskipti við fólk frá öðrum löndum, einhvern veginn kynnist maður minna fólki héðan. Sífellt fleiri fýrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar hingað enda er þetta mjög alþjóðlegt samfélag. Hér er líka ofsalega þægilegt að búa, þetta er lítið land og auðvelt og ódýrt að ferðast til annarra landa í nágrenni. Við vorum t.d. nýlega eina helgi í Víetnam. Það er kostur við að búa hér að maður hefur tækifæri til að skoða þetta svæði sem er svo frábært og ljölbreytt.“ 09 „Markaðirnir eru geysilega ólíkir innbyrðis, t.d. eru Astralía og Nýja-Sjáland svipuð Norður-Evrópu, meðan Filipps- eyjum, Indlandi og Indónesíu svipar meira til þróunarlanda." 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.