Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 91

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 91
Auðun Gunnarsson, framleiðslustjóri Kartöfluverksmiðj- unnar í Þykkvabæ, við jeppa sinn, Mercedes Benz ML 430, sem hann keypti á Netinu. Mynd: Geir Ólafsson Halldór Jóhannsson, sölumaður í varahlutaverslun, og son- ur hans, Fannar Þórhallsson, hafa keypt mikið af varahlutum í Porsche bíla sína á Netinu, bæði frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Mynd: Geir Ólafsson Kaupa varahluti og bíla á Netinu Kaup á bílum á Netinu frá Bandaríkjunum hafa tvöfaldast á þessu ári frá því í fyrra. Gengi dollarans heíur verið lágt og auldn eftirspurn er eftir amerískum bílum sem voru lítið fluttir inn árin 2001- 2003. í flestum tilfellum eru bílarnir keyptir hjá Ebay.com og fluttir inn á vegum ShopUSA.is. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Halldór Jóhannsson, afgreiðslumaður í varahlutaverslun, og sonur hans, Fannar Þórhallsson, eiga sex Porsche bíla, þar af tvo á götunni og hina í langtíma uppgerð. Halldór á Porsche 924 og Fannar á Porsche 944. Báðir hafa þeir keypt varahluti í bílana í gegnum Netið. Halldór hefur átt regluleg viðskipti í gegnum Netið frá því í ágúst 2001 og hann hefur keypt samtals 169 varahluti og aukahluti í bíla, td. vélar, gírkassa, Ijöðrunarkerii og ýmsa hluti í afmælis- og jólagjafir, t.d. bílamódel sem margir safna. Halldór og sonur hans keyptu sinn íyrsta Porsche fyrir nokkrum árum og gerðu upp. Alla varahlutina í bílinn keyptu þeir á Netinu. Nota þýðíngarvélar „Ég hef notað Netið mikið í sambandi við áhugamál mitt, bíla, og til að aðstoða vini og kunningja því að margir hræðast það að eiga viðskipti á Netinu. Ég hef einkum átt viðskipti við Bandaríkjamenn en líka Þjóðverja. fjóðveijum finnst oft að allir flutningar innan Evrópu verði að eiga sér stað með bíl og það hefur stundum verið vandamái. Ég hef leyst þetta með því að notfæra mér þýðingarvélarnar á Netinu. Það gengur oft betur að nota þýskuna. Svo eru margir Bandaríkja- menn sem vilja ekki eiga viðskipti utan Bandaríkjanna en ég hef sent þeim stöðluð bréf þar sem ég útskýri fyrir þeim að það sé bandarísk herstöð hérna og segi frá landi og þjóð og þá blíðkast þeir oft. Að undanförnu hef ég svo snúið mér frekar að þvi að senda vöruna á Shopusa. Það er þægilegra og sparar tima,“ segir Halldór. Öryggismálin hafa verið í góðu lagi í þeim viðskiptum sem Halldór hefur átt á Netinu. „Maður byggir upp mannorð. Um leið og maður kaupir vöru hjá einhveijum getur maður séð hvort honum er treystandi eða ekki. Um leið og maður sér að viðkomandi hefur fengið léleg meðmæli þá verslar maður ekki við hann,“ segir Halldór og kveðst aðeins einu sinni hafa lent í veseni og það hafi verið vegna þess að hann hafi ekki lesið smáa letrið nógu vel. „Þetta var eitt af þremur fyrstu viðskiptunum mínum og skipti svo sem engu máli. Myndin sýndi tvo hluti en í smáa letrinu kom fram að verðið gilti bara um einn hlut.“ Keypti Benz „Dollarinn var svo hagstæður og ég var að leita mér að Land Cruiser þvi að ég átti svoleiðis bíl. Ég bauð í nokkra Mercedes Benz jeppa á Ebay.com og fékk ekki en endaði á því að kaupa þennan Mercedes Benz ML 430 jeppa með öllu, árgerð 2000 og keyrður 60 þúsund kílómetra. Það gekk ótrúlega vel og ég bara bauð í hann 20 þúsund dollara, eða tæpar 1,5 milljónir króna miðað við gengi dollarans upp á 70 krónur - hringdi í bankann og lét ganga frá þessu. Ég lét setja undir hann ný dekk úti og dráttar- krók og svo þurfti ég ekki að hugsa meira um þetta fyrr en bíllinn var kominn heim tveimur til þremur vikum síðar. Samtals kostaði hann mig því um 3 milljónir króna kominn á götuna heirna," segir Auðun Gunnars- son, framleiðslustjóri Kartöfluverk- smiðjunnar í Þykkvabæ. S!] 6 RÁÐ í NETVIÐSKIPTUM 1 Skráðu þig inn á eBay.com og búðu til þína eigin síðu, „My eBay". 2 Láttu síðuna fylgjast með fyrir þig og senda þér ábendingar um öll tilboð. 3 Fylgstu með tilboðunum í nokkra daga eða vikur til að sjá hvaða viðskipti eru að eiga sér stað og hvaða verð er lægst. 4 Ákveddu fyrirfram hvaða upphæð þú ætlar að bjóða og ekki víkja frá því. 5 Ekki bjóða í neina vöru fyrr en örfáum mínútum áður en lokað er fyrir upp- boðið. Annars færðu boð á móti þér. 6 Affarasælast er að bjóða í hluti á morgnana að íslenskum tíma, rétt áður en uppboði lýkur, því að þá eru Banda- ríkjamenn sofandi. 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.