Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 28

Morgunn - 01.06.1964, Page 28
22 MORGUNN horfin nokkrum andartökum síðar. — Á eftir féll stjúpa mín í væran svefn, og vaknaði alheil um morguninn. — Hún sagði föður mínum þegar í stað frá næturheimsókninni og Gógó systur minni, skömmu síðar. — Mér sagði hún frá þessu í næsta sinn er ég brá mér austur — nákvæmlega eins og ég greini ykkur frá því nú. Faðir minn spurði héraðslækninn, næst er hann kom í Vallanes, hvort hann gæti gefið nokkra læknisfræðilega skýringu á þessum skyndilega bata á þessum þráláta sjúk- dómi, og kvað læknirinn nei við því. -----Sú spurning getur leitað á, af hverju amma mín hafi dregið í næstum tvö ár að opinberast stjúpu minni: — Því er til að svara, að ekki er víst, að tíminn sé sá sami fyrir þeim, sem eru komnir yfir á næsta svið tilverunnar, og hann er fyrir okkur. — Eitt er vist, að framliðnir menn hafa þrá- sinnis reynzt færir um að segja þeim, sem hérna búa, fyrir um ókomna atburði — höpp og slys — sjúkdóma og dauða. — Vera má, að amma mín hafi vitað um sjúkdóminn, sem var að búa um sig í stjúpu minni, og kosið að birtast, þegar hann hefði brotizt út — og gera þá tvennt í einu: uppfylla ósk stjúpu minnar um vitneskjuna um framhaldslífið, og gjalda henni um leið launin fyrir alla hjálpina í gallsteina- köstunum. — Víst er um það, að stjúpa mín hefði trauðlega getað hlotið vitneskjuna, sem hún hafði beðið um, með áhrifaríkara hætti en þeim, sem amma mín lét henni í té. — Enda sagði stjúpa mín, að ekkert gæti framar raskað trú sinni á framhaldslífið — og áframhaldandi samband við þá, sem okkur væru kærir hérna megin. -----Þessi fyrirbæri, sem ég hef nú innt ykkur frá, eru ekki úr flokki þeirra óvenjulegu. Mér þykir trúlegt, að flest ykkar hafi haft sannar fregnir af svipuðum fyrirbærum — stundum frá vörum náinna vina og ættingja — ef til vill sjálf verið þátttakendur. — Það er, eins og ég drap á fyrr, svona vitranir, og oft lækningar í sambandi við þær, sem hafa i rás aldanna verið ein af sterkustu stoðunum undir trúna á framhaldslífið. — Þegar við íhugum, hve mikið ligg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.