Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 38
32 MORGUNN dauðans ofboði gripið um leirtauið á borðinu til þess að forða því að það brotnaði, enda orðið lítið eftir um slíkan varning á heimilinu. Síðan þá hefðu þau einskis orðið vör. Eftir að hafa rætt við fólkið, sem yfirleitt tók okkur mjög vingjarnlega, fórum við öll, sem fyrr eru nefnd, inn í bað- stofuhúsið ásamt Hafsteini Björnssyni. Sofnaði miðillinn til- tölulega fljótt. Engra hreyfinga urðum við vör á hlutum þarna inni, hvorki meðan á fundi stóð, né heldur á undan honum eða eftir. Það eina einkennilega, sem gerðist í þá átt var, að Sigurlaugur Þorkelsson, sem sat á dívan næst dyr- um, kvaðst, á meðan miðillinn var að sofna, finna, að gripið væri þéttingsfast um handlegg sér. Ennfremur sýndist svo um stund, að nokkur átök ættu sér stað á milli Helga Vig- fússonar, sem þá hafði misst meðvitund um skeið, og ein- hverra afla, er virtust vilja toga hann fram á gólfið. Aðal- stjórnendur Hafsteins miðils komu þarna fram og kváðust mundu reyna að leysa upp þær orkustöðvar, er þeir sögðu, að búið væri að koma fyrir þar í bænum víðar en á einum stað. Gáfu þeir von um, að þessum fyrirbærum mundi brátt linna, eða að minnsta kosti draga kraft úr þeim. Ennfremur lýsti miðillinn í hálftrance allmörgu framliðnu fólki, er hann sæi þar inni og nafngreindi það flest. Kannaðist bæði heimilisfólk, svo og sóknarpresturinn, séra Pétur Ingjalds- son, sem kom á heimilið nokkru eftir að fundur hófst, við flest þetta fólk. Hafði það átt heima í sóknum hans flest allt, og var sumt dáið fyrir skömmu, en aðrir fyrir alllöngu farnir af þessum heimi. Það skal tekið fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með öllu er rangt að draga þá ályktun, að það framliðna fóik, sem miðillinn lýsti, hafi átt þátt í að hrinda af stað þeim fyrirbærum, er átt höfðu sér stað á heimilinu. Eðlilegt er, að ýmsir kunni að spyrja um það, hvort þessi ferð hafi leitt til nokkurrar skýringar á þessum fyrirbærum eða nokkurs árangurs yfirleitt. Þessum spurningum get ég aðeins svarað fyrir sjálfan mig. Er þess þá fyrst að geta, að eftir að hafa rætt við heimilisfólkið og athugað aðstæður, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.