Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 42

Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 42
36 MORGUNN Heimilisfólkið telur, að lítið sem ekkert hafi borið á ókyrrð á Saurum næsta sunnudag og mánudag. En eftir það tóku fyrirbærin að færast í aukana og urðu bæði tíðari og meiri, og hélzt svo nær óslitið fram til föstudags 3. apríl. En fólkið sagði mér svo frá, að því hefði þótt ærið nóg að búa við þessa dularfullu ókyrrð þennan tíma, þó ekki bættist við stöðugar fyrirspurnir í síma og aðstreymi forvitinna ferðalanga og blaðamanna, og því hefði verið brugðið á það ráð, að svara ekki í síma og láta sem fæsta og helzt engan ókunnugan vita, hvað þar væri að gerast. En fyrir vikið er ekki við annað að styðjast en frásögn heimilisfólksins sjálfs um það, sem fram fór á þessu tímabili. Björgvin, sonur hjónanna, sem dvaldist á heimilinu þenn- an tíma, greinargóður maður og skýr, kveðst ekki nú muna að segja frá atburðunum í réttri tímaröð. En það, sem gerð- ist, var í stuttu máli þetta: Stofuborðið hélt áfram að hreyf- ast, stundum oft á dag. Á skírdag fleygðist það fram á gólf kl. 10.30 f. h. og aftur kl. 1.30 og fór þá á hliðina og brotn- aði nokkuð. Var þá það ráð tekið, að binda niður borðið, en þá var platan slitin af því. Og eftir að hún hafði verið bundin líka, en hún var klofin í tvo hluta, þá var hún eigi að síður dregin undan böndunum og pörtunum fleygt hvor- um ofan á annan. Lítið útvarpstæki hafði verið skilið eftir á borðinu. Þegar að var komið, lá það á gólfinu um l'/o metra í burtu, en var þó óbrotið. Á vestara hliðvegg baðstofuhússins héngu allmargar myndir í römmum, aðallega ljósmyndir, og ennfremur lítill blómavasi. Allt þetta dót fleygðist af nöglum þeim, sem það hékk á, og niður á gólf oftar en einu sinni. Brotnuðu sum glerin. Var þá það ráð tekið, að láta myndirnar niður í kommóðuskúffu. Á veggnum gegnt voru einnig nokkrar myndir. Hreyfðust þær nokkuð og skekktust á nöglum, þannig að þær hölluðust mjög. Og lítil klukka og loftvog á þeim vegg hrundu niður í rúmið, en brotnuðu ekki. Þegar mest gekk á um þetta, segir Björgvin, að sér hafi fundizt sem bylgja ryði að húsinu frá vestri til austurs, og brakaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.