Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Síða 61

Morgunn - 01.06.1964, Síða 61
MORGUNN 55 sannfæring hefur og jafnframt styrkzt af þeim kynnum, sem ég hef haft af öðrum miðlum, bæði í Svíþjóð og ann- ars staðar. Faðir minn dó árið 1940 og móðir mín skömmu síðar. Ég saknaði þeirra mjög. Það er mannlegt að sakna góðs vinar. Það gerum við öll. Móðir mín var mjög harmþrungin og döp- ur eftir lát manns síns. En skömmu seinna bárust henni skilaboð frá honum, sem urðu henni harla dýrmæt og til mikillar huggunar. 1 þeim fólst svo sönn ástúð og hlýja, að móðir mín komst við og grét fögrum tárum. En það voru gleðitár. Ég var ekki staddur á þeim miðilsfundi, þar sem þessi skilaboð komu fram. En ég fékk tækifæri til þess að kynna mér ritaða skýrslu um það, sem þar gerðist. Þar var meðal annars getið um ýmis viðskiptamál, sem faðir minn hafði áhyggjur af. Meðal annars gat hann um húsa- leigu, sem ekki hefði enn verið greidd. Þetta kom mér und- arlega fyrir sjónir, og móðir mín hafði ekki hugmynd um, hvað hér væri átt við. Ég vissi mætavel, að húsaleiga okkar var greidd að fullu, því ég hafði sjálfur annazt greiðsluna. Ég varð því ekki lítið hissa, þegar ég í eftirlátnum skjölum föður míns sáluga fann ógreiddan reikning fyrir húsaleigu frá manni einum, sem leigt hafði föður mínum kompu til geymslu á einhverju dóti. Um þetta vissi ég alls ekki. Hafi hann einhvern tíma sagt mér frá því, var það steingleymt. Móðir mín varð bráðkvödd og skildi ekki eftir sig neina erfðaskrá. Við ræddum oft um það, hvernig hún mundi helzt hafa óskað að ég ráðstafaði þessu litla, sem hún átti. Tveim mánuðum eftir lát hennar var ég staddur hjá miðli í Kaup- mannahöfn. Þá kemur móðir min í sambandið og biður mið- ilinn að skila til mín, hvað hún vilji að gert verði við eigur sínar. Hún minntist á innanstokksmuni sína og fatnað. — „Láttu hana önnu fá það allt saman“, sagði hún. En Anna var fátæk frænka okkar. Því næst minntist miðillinn á vand- aðar og nokkuð dýrar vindlingaöskjur. Bað hún mig að gefa þær vinkonu sinni, en ekki nefndi miðillinn fullt nafn henn- ar, heldur aðeins upphafsstafinn I. En ég var í engum vafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.