Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 64

Morgunn - 01.06.1964, Page 64
Sagt frá Magnúsi Guðmundssyni ☆ Þegar ég var lítill drengur á Þórarinsstöðum við Seyðis- fjörð, kom þangað vinnumaður nýlega fermdur, Magnús Guðmundsson að nafni. Þar átti hann heima nær óslitið til sins skapadægurs 7. nóvember 1927. Magnús var meðalmaður á vöxt, fremur breiðleitur, blá- eygur og lítið eitt freknóttur. Hann var alvörumaður, en þó skemmtilega kíminn, trygglyndur, vinfastur og hinn bezti drengur. Einn var sá þáttur í eðli Magnúsar, að hann var draumspakur og virtist sjá og skynja ýmsa þá hluti, sem öðrum voru huldir. Engum ungum manni hef ég kynnzt, sem kunni jafnmikið af rímum og ævintýrum. Sjálfur var hann hagmæltur vel og kunni manna bezt að segja frá. Ég hafði mikið yndi af því að heyra Magnús kveða rímur og segja ævintýri, enda sóttist ég eftir að vera í návist hans. Var hann mér ætíð hlýr og góður. Veturinn 1924 var Magnús á vertíð á Djúpavogi, land- maður við vélbátinn ,,Þór“ frá Þórarinsstöðum. Aðfaranótt föstudagsins langa dreymir hann eftirfarandi draum: Hann þykist vera staddur í Seyðisfjarðarkaupstað og ganga niður á bryggjuna, þar sem aðal skipaafgreiðslan var. Sér hann þá sjö seli koma syndandi utan fjörðinn og stefna þeir að bryggjunni. Ekki láta þeir þó þar staðar numið, held- ur svífa upp á bryggjuna og halda síðan rakleitt áfram og inn í bryggjuhúsin. Þar hurfu þeir sjónum Magnúsar, er þá vaknaði. Þennan draum sagði Magnús félögum sínum morguninn eftir. Nú bar svo til, að næstu nótt klukkan 3 lét úr höfn á Djúpavogi vélbáturinn „Seyðfirðingur“. Var það lítill súð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.