Morgunn - 01.06.1964, Page 78
I
72 MORGUNN
Á íslenzkum bókamarkaði um síðustu jól voru meðal ann-
ars þrjár merkar bækur um spíritisma og duiræn fyrirbæri,
og allar mikið keyptar. Er þar fyrst að nefna bókina Tveggja
heima sýn eftir Ólaf Tryggvason á Akureyri, sem löngu er
orðinn landskunnur fyrir dulræna hæfileika og þá hjálp,
,. lækningu og styrk, sem hann hefur veitt
yjar æ ur. f jölda. manna, sem til hans hafa leitað. Um
þessi efni og dularreynslu sína yfirleitt ritaði hann bókina
Huglœkningar, sem kom út 1961 og vakti mikla athygli. I
þessari nýju bók lýsir hann einkum viðhorfi sinu til lífsins
og tilverunnar og því, hvernig lífsskoðun hans hefur mótazt
fyrir áhrif eigin reynslu fyrst og fremst. Bókin er hreinskil-
in og fögur játning göfugs manns, sem sífeilt er að öðlast
bjartari sannfæringu um sigurmátt þess góða í alheimin-
um og hverri sál, ódauðleikann og þar af ieiðandi þá miklu
ábyrgð og skyldur, sem það eitt leggur hverjum manni á
herðar, að lifa og vera til. Bókin er ekki vísindarit í þess
orðs venjulegu merkingu, en hefur þó að geyma þá lífsvizku,
sem öllum er hollt að hugsa um og reyna að tileinka sér.
önnur bók um dulræn efni, er síðara bindi Skyggnu kon-
unnar, tekin saman af Eiríki Sigurðssyni skólastjóra á Ak-
ureyri. Þetta er framhald frásagna um ýmsar sýnir og vitr-
anir Margrétar frá öxnafelli og vitnisburður manna, sem
hlotið hafa lækningar margvislegra meina með tilhjálp Mar-
grétar, eða öllu heldur huldulæknisins Friðriks, er virðist
starfa í þjónustu þessarar sérkennilegu konu, og beinlínis
birtast ýmsum þeim, sem lækningu hljóta. Er helzt svo að
skilja, að hin skyggna kona sendi hann til hinna sjúku og
oft í fjarlæga landshluta. Þessi fyrirbæri eru harla ein-
kennileg og sérstæð og geta raunar verið mjög athyglisvert
rannsóknarefni. I þessari bók er einnig mjög fróðleg grein
um enska huglækninn Harry Edwards, eftir Árna Óla rit-
höfund. Lækningar þessar hefur Edwards stundað um 20
ára skeið með undraverðum árangri, og gerir enn, þótt nú
sé hann kominn í áttræðisaldur.