Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 47

Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 47
MORGUNN 125 Annað atvik beit sig fast í barnshuga minn. Og enda þott það sé ómerkilegra en margt annað, þá hef ég ekki getað gleymt því. Mamma átti yndislegan kanarífugl. Henni þótti afar vænt um hann og raunar okkur öllum. Hann var svo gæf- ur, að við lofuðum honum að flögra um eins og hann vildi. Oft sat hann á hendinni á mömmu eða þá á öxlinni og söng þá fullum hálsi. Kvöld eitt var fuglinn horfinn og búrið autt. Við leituðum og leituðum, en fundum hann ekki, og mamma var mjög döpur. Pabbi var ekki heima þetta kvöld, og ég naut góðs af þvi og fékk að sofa hjá mömmu. Klukkan fjögur um nóttina vakna ég við það, að mamma er að læðast fram úr rúminu. Hún gengur rakleitt að fótagaflinum, lyftir upp sængurtjald- inu og dregur þar fram vesalings fuglinn dauðan. Ég stökk fram úr rúminu, greip í mömmu og sagði i dauðans ofboði: „Hvernig fórstu að finna hann, mamma? Hvernig vissir þú, að hann væri þarna? Ekki vissir þii það í gærkveldi“. Hún strauk mjúklega aumingja gula söngfuglinn sinn. Og svo sagði hún: „Ég sá það allt áðan, hvcrnig það var. Og svo fór ég á fætur til þess að taka fuglinn og ganga frá honum. Það var óhræsis kötturinn. Hann drap fuglinn og faldi liann hérna á bak við tjaldið, þegar hann heyrði, að við værum að koma. Mér þótti verst, að ég vakti þig, blessunin. En farðu nú upp i aftur og reyndu að sofna“. Svo breiddi hún ofan á mig, vafði fuglinn í bómull og lét hann ofan i litlar öskjur. Smátt og smátt fór mér að skiljast, að mamma var gædd þeim hæfileika að „sjá“ sitt af hverju, án þess þó að gera sér grein fyrir þvi, að þetta væri neitt merkilegt, né heldur gerði hún neitt til ])ess að þroska þennan hæfileika. Hún var mjög Irúuð kona og ég held, að fáir þurfandi hafi farið frá henni án þess að hafa fengið mat, einhverja þarflega spjör, peninga eða þetta allt í senn. Hún hvatti mig til þess að koma á fót smá- utsölu á ýmsu dóti heima hjá okkur og verja ágóðanum til styrktar fátækum börnum. Hún lét mig hjálpa til að skreyta kirkjuna fyrir jólin, en þá kirkju sóttum við á hverjum sunnu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.