Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 9

Morgunn - 01.01.1978, Side 9
ALDAHVORF 7 unni. Ef jarðneski maðurinn „syndgar“, hlýtur það að vera guðdómurinn sjálfur sem syndgar, þvi að þá hefur hann skap- að eitthvað sem syndgar. Það getur ekki verið „syndarinn“, heldur sá er syndarann hefur skapað, sem ber hina fullu ábyrgð og er hinn seki. Vitaskuld getur slík heimsmynd aðeins verið lífsgrund- völlur þeirra vera, sem ennþá geta trúað í blindni eða gagn- rýnislaust á valdboðnar erfðakenningar. Jafnsjálfsagt er hitt, að slik heimsmynd er óhæf í augum hins rökfasta eða gagn- rýnandi hugsuðar. Og þar sem heimurinn stígur fram með risaskrefum á braut reynsluþekkingar og vísinda, svo að hver einstaklingur verður í samsvarandi mæli sjálfstæður hugsuð- ur, er augljóst, að heims- eða lífsskoðun liins kirkjulega krist- indóms skapar efa og vantrú í stað trúar eða trausts með tilliti til guðdómsins. Þar með er óhjákvæmilega í samsvarandi mæli kippt fótum undan siðgæðis- eða menningargrundvelli þessarar lífsskoðunar. Jafnvíst er hitt, að þá hljóta mennirnir um stundarsakir að sökka niður í efnishyggju og guðleysi og glata siðgæðisgrundvellinum að nokkru leyti. Svo sterk var vaxandi hneigð manna til aðdáunar á valdi og auðæfum þeim sem það veitti, auðæfum i góssi, gulli og löndum, sem rænt var frá öðrum þjóðum, að einkennisbúningar, herbúnaður eða herveldisstefna varð veigamesta og dýrasta framkvæmd hvers ríkis, sem varð að ganga fjrrir öllu menningarstarfi. Herfor- ingjar stóðu öllum ofar að tign, og æðstur þeirra var kon- ungurinn sjálfur. Iíonungurinn var æðsti striðshöfðinginn, tignasti fulltrúi „sverðsins". Þegnar hinna kristnu ríkja, sem skírðir voru til nafns „föðurins, sonarins og hins heilaga anda“, og áttu því að vera fulltrúar hans, sem sagði við læri- sveina sina: „Slíðra þú sverð þitt, því að þeir sem með vopn- um vega munu fyrir vopnum falla“ — „ . . . slái einhver þig á hægri kinn þína, þá bjóð honum hina“, svo sem hann einn- ig hvatti Pétur til fyrirgefningar: „ . . . ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum“ — þeir gengu harðast fram i andstöðunni við þetta hugarfar heimslausnarans. Breytni þeirra var andstæða þess hugarfars, sem eitt var færl um að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.