Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 11
ALDAHVOBF
9
indómnum: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld?“ Þeir sem erfiða og
eru áhyggjufullir eiga því nú á tímum að snúa sér til hinna
löghelguðu fulltrúa Jesú (prestanna) og hljóta þar hvíld, það
er að segja: huggun og frið í sál sína.
En þegar löggiltir staðgöngumenn .Tesú nú á tímum eru
sjálfir „stríðsmenn", það er að segja annaðhvort sækjendur
eða verjendur, hvernig geta þeir þá veitt nokkrum frið og
hugræna hvíld? Hvernig á ógæfusamur uppreisnarmaður eða
andlega niðurbrotinn baráttumaður frelsis að finna hæfilega
huggun og frið hjá þeim presti, sem jafnframt er einræðis-
sinni? Og hvernig á ógæfusamur ofbeldissinni, sem fallið hefur
á verkum sínum, svikari eða morðingi að finna huggun, frið
og hvíld í ógæfu sinni hjá þeim presti, sem er uppreisnarmað-
ur í þjónustu frelsisins, eða á annan hátt heitur andstæðingur
hans eða svarinn fjandmaður? Gefur ekki auga leið, að prest-
urinn getur ekki tilheyrt neinum flokki? — Köllun hans eða
starf verður að vera hátt hafið yfir flokksræði. Sá prestur
sem er „sækjandi“ eða „verjandi“, hann er eins og fyrr segir
„stríðsmaður“ en ekki „prestur“. Köllun presta, kirkju og
kennimanna er ekki stríð heldur friður. Það getur ekki sam-
ræmzt lunderni heimslausnarans að blessa morðvopn og æsa
hermenn til víga, morða og drána. Hið sanna lilutverk kirkju
og presta er aftur á móti það að vera ævinlega í ró, samræmi
og friði og vera þannig hinn óhagganlegi „fasti punktur"
ríkisins, sem þeir ógæfusömu, er misst hafa andlega fótfestu,
geta snúið sér til og öðlast hana á ný.
III.
Þegar prestarnir verða „stríðsmenn“ og ríkið Vinnur gegn
kristindóminum.
A meðan menn eru ennþá eigingjarnir í ríkum mæli, verða
þeir samsvarandi hlutdrægir. Þeir fylgja því fast fram sem er
þeim þægilegt og ofsækja hitt, sem er þeim óþægilegt eða