Morgunn - 01.01.1978, Síða 14
12
MORGUNN
maður er ennþá svo innmúraður í sínum eigin staðbundna
hugrenningahring, að hann hyggur sig geta hafið sjálfan sig
með því að kúga, skemma eða eyðileggja lífið umhverfis sig.
Hann grunar ekki, að í rauninni er hann að berjast gegn al-
heimssálinni með þvi að herja á náunga sinn.
V.
Sál jarðneska mannsins og alheimssálin.
Tvennt er það, sem umlykur lífveruna i daglegri tilveru.
Þetta tvennt er „efni“ og Efnið er hið dauða, yfirborðs-
kennda, tímabundna, hverfula, en lífið er hinar lifandi verur,
sem eru aftur allar án undantekningar „náungi“ manns. Með
því að beita náungann valdi, beitum við lífið valdi. Lífið er
aftur vitund alheimsins, sál hans eða andi. Augljóst ætti að
vera, að þessi sál eða andi, í hvaða mynd sem er, opnast að-
eins fyrir kærleika, en ekki fyrir hatri, valdbeitingu og of-
sóknum. Ekki er að undra, þótt „vígsla“, það er að segja sam-
eining við heimssálina og þar með alheimssjálfið, sem er sama
og guðdómurinn eða faðirinn, veitist aðeins þeim verum, sem
náð hafa fullkomnun í mannúð, óeigingirni eða bróðurkær-
leika. Allar þær verur, sem eiga það eitt markmið að upphefja
sig sjálfar á annarra kostnað, með því að eyðileggja líf og
heilsu annarra og fremja því skemmdarstarf gegn lífinu í
kringum sig, verður alheimssjálfið eða guðdómurinn að úti-
loka frá sjálfri alheimssálinni eða vitund alheimsins og koma
þeim fyrir á þar til hæfum staðbundnum sálrænum svæðum
þar sem þær geta hlotið af sínum líkum endurgjald síns hættu-
lega framferðis og þar með gert sér ljóst hversu voðalegt það
er. Eitt slikt svæði er hið hugræna svið jarðneska marmkyns-
ins. Þetta hugræna svið greinist frá alheimssálinni á þann
hátt, að það er ekki gætt skynjanahæfni hennar. Þar verður
aðeins skynjað innan tíma og rúms, en alheimssálin skynjar
utan tíma og rúms, hið óendanlega og ótakmarkaða, jafn auð-