Morgunn - 01.01.1978, Side 17
ALDAHVORF
15
VII.
Tíma- og staðbimdin skoðnn mannanna á ábyrgð styrjalda.
Mennirnir þykjast að visu þegar hafa fundið þá sem beri
ábyrgð á stríðinu og þar með hina sönnu orsök þess. Hafa
menn ekki eftir siðustu stórstyrjöld sett á fót margs konar
sérdómstóla, sem hafa það hlutverk að rannsaka framferði
allra hinna svonefndu „stríðsglæpamanna" og refsa þeim með
sviptingu almennra mannréttinda og gera þá óalandi í mann-
legu samfélagi, ef þeir eru þá ekki hreinlega teknir af lífi?
Þetta sýnir að hin opinberu yfirvöld telja sig geta komizt
fyrir rætur meinsins eða rifið orsakir stríðsins upp með rótum
með því að refsa með útsluífun eða lífláti flokki manna, sem
hafa verið sérstaklega harðir striðsæsingaseggir. Menn halda
að þessi klíka beri alla ábyrgð á heimsstyrjöldinni, sem þjáir
allar þjóðir heimsins nú á dögum. Hefðu einræðisherrar, for-
ingjar og æsingaseggir þessarar klíku ekki fæðst, þá hefði allt
leikið í lyndi. Vitaskuld hlutu hin eftirlifandi samfélög að
bregðast við á þennan hátt, þar sem meðlimir þeirra eru
bundnir tíma og rúmi. Þeir fá ekki skynjað út yfir það rúm
og þann tíma, sem þeir eru háðir og er því algerlega um megn
að skilja, að enginn maður eða nokkur klíka getur borið ábyrgð
á örlögum mannkynsins, heldur liggur sú ábyrgð á allt öðru
sviði. Til þess að geta skynjað það svið verður lífveran að hafa
til að bera hásálræna skynjunarhæfni, sem aftur er sama og
kosmisk vitund eða það sálræna ástand, sem kemur hvað eftir
annað fram í biblíunni undir nafninu „hei'lagur andi“. Jesús
og aðrir mestu andlegir leiðtogar og spámenn mannkynsins
skynjuðu lífið í krafti þessa sálræna ástands.
VIII.
Hið lága og hið liáa sálræna skynjanasvið.
Vitund jarðneskra manna nú á tímum hefur að vísu and-
lega eða sálræna hlið, sem hjá einstökum persónum getur