Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 29

Morgunn - 01.01.1978, Side 29
ALDAHVORF 27 rás. Hinar minni hringrásir getum við séð, en þær sem eru stærri en okkar eigin, höfum við ekki útsýn yfir, og því síður sem þær eru stærri, og loks fáum við ekki skilið að það litið sem við sjáum af þeim, sé hluti hringrásar. „Sólarhringurinn“ tilheyrir þeim hringrásum, sem við höf- um glögga útsýn yfir. Maður sem lifað hefur 70 ár, hefur séð sólarhringinn endurtakast 25.000 sinnum. Hann er því að sjálfsögðu orðinn sæmilega kunnugur þessari hringrás og hinum fjórum þáttum hennar, sem eru: miðnætti, morgunn, hádegi og kvöld, og veit að þetta fylgir óhjákvæmilega hvað öðru. Maðurinn hefur hlotið svo mikla reynslu af eðli slíkrar hringrásar, að kalla má fulla „glöggskyggni“. Þá kemur til sögunnar stærri hringrás, það er hringrás ársins. Hana skynj- ar maðurinn aðeins einu sinni á móti hverjum 365 „sólar- hringum“ og því aðeins 70 sinnum á 70 ára lifsferli. En það ætti að vera nóg til þess, að hann fengi einnig sæmilega útsýn yfir þessa hringrás og viti að hún endurtekur sig í sífellu og er samsett af fjórum þáttum í likingu við sólarhringinn, og þeir þættir eru: vetur, vor, sumar og haust. XVIII. Eitt jarðlíf er eigin liringrás einstaklingsins. Eftir athugun á sífelldum endurtekningum þessara tveggja hringrása komum við að ennjiá stærri hringrás. Svo stór er hún, að lifveran getur aðeins skynjað eina með núverandi hfsskynjunarhæfni eða líkama. Aftur á móti er skynjun þess- arar hringrásar ekki skynjun ytri fyrirbæra, eins og er um hinar hringrásirnar. Hún myndast af eigin innra lifi ein- staklingsins eða lífverunnar. Þessi hringrás er samruni lif- verunnar sjálfrar við hringrásina. Hún er eigin skipting eða myndun hi'ingrásai'lögmálsins á lifsskynjunargerð lífverunn- ar. Hér eru það ekki jurtir, skógar, sólskin, eða loftslag utan h’kamans, sem myndast af hringrásinni, heldur viljastjórn og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.