Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 30
28
MORGUNN
hugsunarháttur einstaklingsins sjálfs eða sjálf lífsskynjunar-
hæfni hans, sem lögmál hringrásarinnar setja svip sinn á.
Slík hringrás hefst með Jrví að vitund lifverunnar myndast
sem „bam“. Þá kemur „æskan“, siðan „manndómurinn“ og
loks „ellin“, en hetta fernt er hliðstætt vetri, vori, sumri og
hausti eða miðnætti, morgni, hádegi og kvöldi í hinum hring-
rásunum. Eins og náttúran utan lifverunnar þarf að ganga
í gegnum þessi fjögur stig hringrásarinnar, þannig verður
hugarfar eða lifsskynjun lífverunnar einnig að ganga sömu
braut samkvæmt sömu lögmálum. Þegar smábarn kemur i
heiminn, er það undir lögmáli „vetrarins“. Það hefur i sér
innra lif, en ekki neina sérstaka vakandi skynjun út á við.
Það er hliðstætt hlaðlausu skógartré að vetri. En smám sam-
an brjótast fram kraftar vorsins, sem í þvi búa, og vor þess
eigin hringrásar hefst, sem er „æskan“. Því næst kemur
sumar þessarar sönm hringrásar, eða „manndómurinn“, og
að lokum tekur lífveran að blikna og fölna á hausti hringrás-
arinnar og „ellin“ tekur við. Þessa eigin hringrás lífverunnar
nefnum við „eitt jarðlíf“.
XIX.
Öll efni mynda hvert um sig stig í hringrás.
I sliku jarðlifi öðlast jarðneski maðurinn furðu góða innsýn
i gerð hringrásarinnar. Auk þess að skynja hringferð sólar-
hringsins nokkur þúsund sinnum og hringferð ársins i nokkra
áratugi, skynjar hann einnig sama hringrásarlögmálið i eigin
lífi, í sinum innri hugsanaheimi. En hað eru ekki aðeins þess-
ar hringrásir, sem hann verður var við eða skynjar. Við nán-
ari athugun kemur í ljós, að öll þau efni sem til eru mynda
hringrás. Það er ekki einungis gangur stjarna og himin-
hnatta, sem myndar hringrás, heldur allt undantekningar-
laust, frá vatnsdropanum til harðasta demants. öll efni mynda